Handbolti

GOG byrjaði á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson
Óðinn Þór Ríkharðsson mynd/GOG

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG byrja úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni vel en þeir unnu Árhús á útivelli í dag.

Óðinn náði ekki að setja mark sitt á leikinn, hann skoraði ekki mark en átti tvö skot í 28-26 sigri GOG. Lasse Kjær Möller var markahæstur með 7 mörk en hann þurfti 14 skot til þess.

Gestirnir í GOG tóku yfirhöndina í leiknum snemma og héldu henni framan af. Í hálfleik var staðan 11-18 fyrir GOG.

Heimamenn náðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks og varð munurinn minnst tvö mörk. Þeir komust þó ekki nær og lauk leiknum með sigri GOG.

GOG er því komið með einn sigur í úrslitakeppninni en efstu átta liðin spila í tveggja fjögurra liða riðlum. GOG og Árhús eru í riðli með Bjerringbro-Silkeborg og Skanderborg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.