Sport

Kristrún og Snorri Íslandsmeistarar í sprettgöngu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson.
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson. Mynd/Skíðasamband Íslands
Fyrstu Íslandsmeistararnir á Skíðamóti Íslands voru krýndir í gær en skíðagönguhluti SMÍ fer fram á Ísafirði.

Ísafjörður ætlaði að halda allt skíðamót Íslands í ár en vegna snjóleysis þurfti að færa alpagreinahlutann til Dalvíkur og keppni þar hefst á laugardag.

Íslandsmeistarar í sprettgöngu er þau Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson, bæði úr skíðagöngufélaginu Ulli. Skíðagöngufélagið Ullur var stofnað þann 19. júní 2007 en félagið hefur aðstöðu í Bláfjöllum.

Heimafólkið Anna María Daníelsdóttir og Dagur Benediktsson, bæði úr Skíðafélagi Ísfirðinga, þurftu að sætta sig við silfrið að þessu sinni.

Aðstæður voru frábærar í Seljalandsdal í gær þar sem sprettgangan fór fram. Veður hefði varla getið verið betra og aðstæður í brautinni til fyrirmyndar. Keppnin var jöfn og spennandi allt til loka og virkilega skemmtilegt mót að fylgjast með samkvæmt fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands.

Úrslit íí sprettgöngu kvenna - 1 km C

1. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur

2. Anna María Daníelsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga

3. Kolfinna Íris Rúnarsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga

Úrslit í sprettgöngu karla - 1 km C

1. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur

2. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísfirðinga

3. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson - Skíðafélag Akureyrar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×