Sport

Kristrún og Snorri Íslandsmeistarar í sprettgöngu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson.
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson. Mynd/Skíðasamband Íslands

Fyrstu Íslandsmeistararnir á Skíðamóti Íslands voru krýndir í gær en skíðagönguhluti SMÍ fer fram á Ísafirði.

Ísafjörður ætlaði að halda allt skíðamót Íslands í ár en vegna snjóleysis þurfti að færa alpagreinahlutann til Dalvíkur og keppni þar hefst á laugardag.

Íslandsmeistarar í sprettgöngu er þau Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson, bæði úr skíðagöngufélaginu Ulli. Skíðagöngufélagið Ullur var stofnað þann 19. júní 2007 en félagið hefur aðstöðu í Bláfjöllum.

Heimafólkið Anna María Daníelsdóttir og Dagur Benediktsson, bæði úr Skíðafélagi Ísfirðinga, þurftu að sætta sig við silfrið að þessu sinni.

Aðstæður voru frábærar í Seljalandsdal í gær þar sem sprettgangan fór fram. Veður hefði varla getið verið betra og aðstæður í brautinni til fyrirmyndar. Keppnin var jöfn og spennandi allt til loka og virkilega skemmtilegt mót að fylgjast með samkvæmt fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands.

Úrslit íí sprettgöngu kvenna - 1 km C
1. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Anna María Daníelsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Kolfinna Íris Rúnarsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga

Úrslit í sprettgöngu karla - 1 km C
1. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson - Skíðafélag AkureyrarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.