Handbolti

Alfreð stýrði Kiel til bikarmeistaratitils

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Niklas Landin fagnar í marki Kiel
Niklas Landin fagnar í marki Kiel vísir/getty
Alfreð Gíslason bætti í verðlaunaskápinn hjá Kiel í dag er hann stýrði liðinu til sigurs í þýsku bikarkeppninni í handbolta.

Alfreð hefur verið þjálfari Kiel í áratug og raðað inn verðlaununum á þeim tíma. Hann hættir hins vegar með liðið í vor. Liðið náði ekki að vinna titil á síðasta tímabili, í fyrsta skipti í þrettán ár, en það mun ekki endurtaka sig í ár.

Kiel mætti Magdeburg í bikarúrslitaleiknum í dag og voru það lærisveinar Alfreðs sem byrjuðu betur og komust í 2-0. Magdeburg jafnaði leikinn í 4-4 eftir tæpar tíu mínútur og tók svo forystuna.

Magdeburg komst mest í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en Kiel komst aftur inn í leikinn og jafnaði Harald Reinkind þegar um mínúta var eftir af hálfleiknum. Domagoj Duvnjak tryggði Kiel svo 13-14 forystu í hálfleik.

Kiel átti mjög gott áhlaup snemma í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu 10 mörk á móti einu frá Magdeburg og staðan orðin 16-24 Kiel í vil. Þar með var í raun út um leikinn, Magdeburg klóraði í bakkann og lagaði stöðuna en niðurstaðan varð 24-28 sigur Kiel.

Reinkind var markahæstur leikmanna Kiel með sex mörk. Michael Damgaard gerði einnig sex mörk fyrir Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×