...í skólanum Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. apríl 2019 07:00 Það gleður mitt litla kennarahjarta í hvert sinn sem menntamál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hef ég alveg sérstakan áhuga á ýmsum þversögnum í skólastarfi – eins og til dæmis þeim hve oft menntun snýst ekki um það sem hún á að snúast um. Þess vegna tifaði pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur, „Í skólanum,“ dáldið í takt við ýmislegt sem ég er vanur að hugsa. Ég verð samt að játa að ég missti svolítið taktinn um miðbik greinar Kolbrúnar. Því þótt ég sé svo hjartanlega sammála því að menntun eigi að snúast um áhugasvið og styrkleika hvers og eins og að allt of mikil áhersla sé lögð á að steypa fólk í sama mót þá finnst mér nú býsna skítt að draga þá ályktun, sem Kolbrún gerir eiginlega, að þetta stafi af því að kennarar neiti að laga námið að þörfum nemenda og sníði það frekar að eigin þörfum. Ég hef oft séð hliðstæður milli kennara og blaðamanna. Þetta eru, í sögulegu samhengi, ögn bóhemalegir en þó kannski fyrst og fremst smáborgaralegir millistéttarhópar – sem stundum hafa notið virðingar nokkuð umfram það sem birtist í launaumslaginu. Þetta eru menningarlegar starfsstéttir, varðmenn tungumálsins, umræðustjórar samfélagsins – og ákjósanlegir blórabögglar þeim sem gjarnir eru á að spinna heimsósóma ýmiskonar. Það er alveg sérstök list að gera lítið úr blaðamönnum. Þeir eiga víst ekki að kunna íslensku lengur. Þeir ku hafa fáránleg áhugasvið, eru hégómlegir og afskaplega hörundsárir – og eru víst meira og minna farnir að busla í grunna enda þekkingarlaugarinnar. Það er meira að segja hægt að skrá sig í hópa á samskiptamiðlum sem halda utan um það áhugamál eitt að rægja og rýna blaðamenn og blaðamennsku. Samt er mér hlýtt til blaðamanna. Mikilvægi þeirra í upplýstu samfélagi er ómetanlegt. Þeir sinna vanþakklátu starfi undir miklum þrýstingi og stöðugt er sótt að heilindum þeirra. Fæstir eru þeir í aðstöðu til að sinna starfinu með sama sóma og það verðskuldar. Mannekla, tímaskortur og atgervisflótti setja mark á blaðamennsku á Íslandi og víðar. Ég veit að flestir gera sitt besta – þótt einn og einn hefði eflaust eitthvað þarfara við tíma sinn að gera. Blaðamennska á Íslandi er sum sé ekki fullkomin. Stundum er hún beinlínis vond, jafnvel forheimskandi og meiðandi. Hér mætti taka nokkur dæmi – en mig langar það ekki. Það að hún sé ekki alltaf fullkomin merkir ekki að blaðamenn upp til hópa séu ekki að reyna að gera sitt besta í erfiðri stöðu. Ég sé alveg fyrir mér að það gæti gerst, þar sem talað væri um blaðamenn og blaðamennsku í hálfkæringi og á ábyrgðarlausan hátt, að einhver gæti látið sér detta í hug að segja eitthvað á borð við: „Fjölmiðlun á að byggja á alvöru blaðamennsku og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum blaðamannanna sjálfra, eins og gert er á allflestum fjölmiðlum, þarf að hanna kerfi sem hentar almenningi sem allra best.“ Svona gagnrýni væri auðvitað óskaplega ósanngjörn og – ef satt má segja – meira en dálítið heimskuleg. Það er nefnilega eitt að segja að brestir séu í kerfinu. Það er annað, og alvarlegra, að segja að manneskjurnar sem þó starfa í hinu gallaða kerfi séu sjálfar brestirnir. Við eigum nýlega úttekt Evrópumiðstöðvar um ástæður þess að skólakerfinu hefur ekki tekist að mæta þörfum allra barna. Við þurfum ekki að vera með getgátur eða dæmisögur til að fjalla um þessi mál af sæmilegu viti. Það er rétt að kerfið bregst of mörgum börnum. Það er hins vegar alrangt að halda því fram að kerfið bregðist börnunum því það sé of upptekið af því að þjóna kennurunum. Í niðurstöðu Evrópumiðstöðvar kemur fram: „Þótt starfsfólk á öllum stigum menntakerfisins vinni af heilindum að framgangi stefnunnar [um menntun fyrir alla] hefur það ekki notið nægilegs stuðnings til þess.“ Raunar fær allt skólakerfið býsna harðan skell í úttektinni – sem í mjög stuttu máli mætti orða einhvern veginn þannig að það sé ekki nóg að setja háleit markmið ef fólki er ekki gert kleift að vinna að þeim. Ég held að lítil hjálp sé til lausnar þessum vanda ef málið er ekki nálgast á upplýstan hátt og af sanngirni. Að því sögðu deili ég áhuga Kolbrúnar á að öll börn þrífist á eigin forsendum. Það mun auðga samfélag okkar stórkostlega ef við gefum þeim færi á því og erum umburðarlyndari í garð fjölbreytileikans. Þá megum við sem samfélag horfa stíft í eigin barm og endurskoða gildis- og verðmætamat okkar. Við eigum að fagna hverju ungmenni sem ákveður að verða söngvari eða rithöfundur – já, eða blaðamaður eða kennari.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það gleður mitt litla kennarahjarta í hvert sinn sem menntamál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hef ég alveg sérstakan áhuga á ýmsum þversögnum í skólastarfi – eins og til dæmis þeim hve oft menntun snýst ekki um það sem hún á að snúast um. Þess vegna tifaði pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur, „Í skólanum,“ dáldið í takt við ýmislegt sem ég er vanur að hugsa. Ég verð samt að játa að ég missti svolítið taktinn um miðbik greinar Kolbrúnar. Því þótt ég sé svo hjartanlega sammála því að menntun eigi að snúast um áhugasvið og styrkleika hvers og eins og að allt of mikil áhersla sé lögð á að steypa fólk í sama mót þá finnst mér nú býsna skítt að draga þá ályktun, sem Kolbrún gerir eiginlega, að þetta stafi af því að kennarar neiti að laga námið að þörfum nemenda og sníði það frekar að eigin þörfum. Ég hef oft séð hliðstæður milli kennara og blaðamanna. Þetta eru, í sögulegu samhengi, ögn bóhemalegir en þó kannski fyrst og fremst smáborgaralegir millistéttarhópar – sem stundum hafa notið virðingar nokkuð umfram það sem birtist í launaumslaginu. Þetta eru menningarlegar starfsstéttir, varðmenn tungumálsins, umræðustjórar samfélagsins – og ákjósanlegir blórabögglar þeim sem gjarnir eru á að spinna heimsósóma ýmiskonar. Það er alveg sérstök list að gera lítið úr blaðamönnum. Þeir eiga víst ekki að kunna íslensku lengur. Þeir ku hafa fáránleg áhugasvið, eru hégómlegir og afskaplega hörundsárir – og eru víst meira og minna farnir að busla í grunna enda þekkingarlaugarinnar. Það er meira að segja hægt að skrá sig í hópa á samskiptamiðlum sem halda utan um það áhugamál eitt að rægja og rýna blaðamenn og blaðamennsku. Samt er mér hlýtt til blaðamanna. Mikilvægi þeirra í upplýstu samfélagi er ómetanlegt. Þeir sinna vanþakklátu starfi undir miklum þrýstingi og stöðugt er sótt að heilindum þeirra. Fæstir eru þeir í aðstöðu til að sinna starfinu með sama sóma og það verðskuldar. Mannekla, tímaskortur og atgervisflótti setja mark á blaðamennsku á Íslandi og víðar. Ég veit að flestir gera sitt besta – þótt einn og einn hefði eflaust eitthvað þarfara við tíma sinn að gera. Blaðamennska á Íslandi er sum sé ekki fullkomin. Stundum er hún beinlínis vond, jafnvel forheimskandi og meiðandi. Hér mætti taka nokkur dæmi – en mig langar það ekki. Það að hún sé ekki alltaf fullkomin merkir ekki að blaðamenn upp til hópa séu ekki að reyna að gera sitt besta í erfiðri stöðu. Ég sé alveg fyrir mér að það gæti gerst, þar sem talað væri um blaðamenn og blaðamennsku í hálfkæringi og á ábyrgðarlausan hátt, að einhver gæti látið sér detta í hug að segja eitthvað á borð við: „Fjölmiðlun á að byggja á alvöru blaðamennsku og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum blaðamannanna sjálfra, eins og gert er á allflestum fjölmiðlum, þarf að hanna kerfi sem hentar almenningi sem allra best.“ Svona gagnrýni væri auðvitað óskaplega ósanngjörn og – ef satt má segja – meira en dálítið heimskuleg. Það er nefnilega eitt að segja að brestir séu í kerfinu. Það er annað, og alvarlegra, að segja að manneskjurnar sem þó starfa í hinu gallaða kerfi séu sjálfar brestirnir. Við eigum nýlega úttekt Evrópumiðstöðvar um ástæður þess að skólakerfinu hefur ekki tekist að mæta þörfum allra barna. Við þurfum ekki að vera með getgátur eða dæmisögur til að fjalla um þessi mál af sæmilegu viti. Það er rétt að kerfið bregst of mörgum börnum. Það er hins vegar alrangt að halda því fram að kerfið bregðist börnunum því það sé of upptekið af því að þjóna kennurunum. Í niðurstöðu Evrópumiðstöðvar kemur fram: „Þótt starfsfólk á öllum stigum menntakerfisins vinni af heilindum að framgangi stefnunnar [um menntun fyrir alla] hefur það ekki notið nægilegs stuðnings til þess.“ Raunar fær allt skólakerfið býsna harðan skell í úttektinni – sem í mjög stuttu máli mætti orða einhvern veginn þannig að það sé ekki nóg að setja háleit markmið ef fólki er ekki gert kleift að vinna að þeim. Ég held að lítil hjálp sé til lausnar þessum vanda ef málið er ekki nálgast á upplýstan hátt og af sanngirni. Að því sögðu deili ég áhuga Kolbrúnar á að öll börn þrífist á eigin forsendum. Það mun auðga samfélag okkar stórkostlega ef við gefum þeim færi á því og erum umburðarlyndari í garð fjölbreytileikans. Þá megum við sem samfélag horfa stíft í eigin barm og endurskoða gildis- og verðmætamat okkar. Við eigum að fagna hverju ungmenni sem ákveður að verða söngvari eða rithöfundur – já, eða blaðamaður eða kennari.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun