Aðför að tjáningarfrelsi Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun