Er sannleikurinn sagna bestur? Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. mars 2019 08:45 Sannleikurinn er sagna bestur. Þessi orð hafa óneitanlega notið talsverðra vinsælda um árabil og var hápunktinum líklega náð í köldum desembermánuði árið 2014 þegar spakmælin voru valin málsháttur vikunnar í Morgunblaðinu, og ekki lýgur Mogginn. Um gildi fullyrðingarinnar má þó vissulega deila. Ég ýkti t.d. eigin hæð í vegabréfinu mínu og ég lýg óhikað spurður hvaða lög hafi toppað Spotify-listann minn á árinu, rótin auðvitað hrein skömm. Sumir telja slíka háttsemi þó með öllu óásættanlega. Þar fer líklega fremstur í flokki Immanuel Kant heitinn, sem taldi ósannsögli einfaldlega aldrei réttlætanlega, jafnvel þó líf og limir fólks væru í hættu ef sannleikurinn fengi að heyrast. Aðrir aðhyllast hins vegar mildari kenningar, telja jafnvel í lagi að fara með hvíta lygi þegar lífið liggur við og fyrirgefanlegt að ýkja sögur af eigin afrekum þegar setið er að sumbli, svo dæmi séu tekin. Velta má fyrir sér hvaða kenningu framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar hafði að leiðarljósi þegar hann lét eftirfarandi orð falla í vikunni í viðtali við mbl.is um yfirstandandi verkföll: „..ef þú ert að vinna þau störf sem okkar kjarasamningur tekur til og okkar kjarasamningur er eini kjarasamningurinn sem er í gildi á þessu svæði um þau störf, þá náttúrulega á viðkomandi starfsmaður að vera í Eflingu. Við lítum svo á að sá starfsmaður sé bundinn af löglega teknum ákvörðunum Eflingar og beri að vera félagsmaður í Eflingu og þá eftir atvikum að leiðrétta sína félagsaðild.“ Það hefur nefnilega legið fyrir nokkuð lengi að ákvæði 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem og sambærilegt ákvæði 74. greinar Stjórnarskrár Íslands, ver bæði rétt fólks til að stofna og ganga í félög og til að standa utan þeirra. Heill aldarfjórðungur er liðinn síðan grundvallardómur margumrædds Mannréttindadómstóls Evrópu féll er að þessu sneri. Hér er greinarhöfundur þó ekki að slá sérstaklega um sig með dómaþekkingu sinni, enda er allt þetta og meira til nokkuð vel útlistað á vef Alþýðusambands Íslands, þar sem einmitt er fjallað um rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki alveg víst að Kant myndi snúa sér í gröfinni yfir málflutningi framkvæmdastjóra Eflingar, enda er hann settur fram í formi „túlkunar“. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjórinn svo að á grundvelli þeirrar túlkunar verði „tilmælum beint til fólks“. Það þarf hins vegar ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að engum sem hefur kosið að standa utan stéttarfélagsins Eflingar verður gert að „leiðrétta“ þá ákvörðun sína, hvorki með „tilmælum“ né öðrum hætti. Einhverjir kynnu að ganga svo langt að segja að forystumaður í verkalýðsfélagi sem þekkir ekki grundvallarsjónarmið um félagafrelsi sé á sérkennilegri vegferð í starfi sínu. Hér verður þó enginn dómur lagður á það. Hér verður heldur ekki lagður dómur á hvort viðeigandi sé að fagna verkföllum líkt og um sigur í landsliðsknattleik væri að ræða, eins og borið hefur á. Því síður verður lagður dómur á réttmæti yfirstandandi aðgerða, stöðu hinna lægst launuðu í samfélaginu eða hvað eru „eðlileg og sanngjörn laun“, enda er það önnur og óskyld umræða. Eitt hyggst undirritaður þó leggja ótvíræðan dóm á. Þegar um mikilsverða hagsmuni er að ræða, stærri hagsmuni en sentimetratölur og Spotify lista, hagsmuni sem snerta stöðugleika, störf og lífsviðurværi fólks, þá er, tvímælalaust, sannleikurinn sagna bestur.Höfundur er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sannleikurinn er sagna bestur. Þessi orð hafa óneitanlega notið talsverðra vinsælda um árabil og var hápunktinum líklega náð í köldum desembermánuði árið 2014 þegar spakmælin voru valin málsháttur vikunnar í Morgunblaðinu, og ekki lýgur Mogginn. Um gildi fullyrðingarinnar má þó vissulega deila. Ég ýkti t.d. eigin hæð í vegabréfinu mínu og ég lýg óhikað spurður hvaða lög hafi toppað Spotify-listann minn á árinu, rótin auðvitað hrein skömm. Sumir telja slíka háttsemi þó með öllu óásættanlega. Þar fer líklega fremstur í flokki Immanuel Kant heitinn, sem taldi ósannsögli einfaldlega aldrei réttlætanlega, jafnvel þó líf og limir fólks væru í hættu ef sannleikurinn fengi að heyrast. Aðrir aðhyllast hins vegar mildari kenningar, telja jafnvel í lagi að fara með hvíta lygi þegar lífið liggur við og fyrirgefanlegt að ýkja sögur af eigin afrekum þegar setið er að sumbli, svo dæmi séu tekin. Velta má fyrir sér hvaða kenningu framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar hafði að leiðarljósi þegar hann lét eftirfarandi orð falla í vikunni í viðtali við mbl.is um yfirstandandi verkföll: „..ef þú ert að vinna þau störf sem okkar kjarasamningur tekur til og okkar kjarasamningur er eini kjarasamningurinn sem er í gildi á þessu svæði um þau störf, þá náttúrulega á viðkomandi starfsmaður að vera í Eflingu. Við lítum svo á að sá starfsmaður sé bundinn af löglega teknum ákvörðunum Eflingar og beri að vera félagsmaður í Eflingu og þá eftir atvikum að leiðrétta sína félagsaðild.“ Það hefur nefnilega legið fyrir nokkuð lengi að ákvæði 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem og sambærilegt ákvæði 74. greinar Stjórnarskrár Íslands, ver bæði rétt fólks til að stofna og ganga í félög og til að standa utan þeirra. Heill aldarfjórðungur er liðinn síðan grundvallardómur margumrædds Mannréttindadómstóls Evrópu féll er að þessu sneri. Hér er greinarhöfundur þó ekki að slá sérstaklega um sig með dómaþekkingu sinni, enda er allt þetta og meira til nokkuð vel útlistað á vef Alþýðusambands Íslands, þar sem einmitt er fjallað um rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki alveg víst að Kant myndi snúa sér í gröfinni yfir málflutningi framkvæmdastjóra Eflingar, enda er hann settur fram í formi „túlkunar“. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjórinn svo að á grundvelli þeirrar túlkunar verði „tilmælum beint til fólks“. Það þarf hins vegar ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að engum sem hefur kosið að standa utan stéttarfélagsins Eflingar verður gert að „leiðrétta“ þá ákvörðun sína, hvorki með „tilmælum“ né öðrum hætti. Einhverjir kynnu að ganga svo langt að segja að forystumaður í verkalýðsfélagi sem þekkir ekki grundvallarsjónarmið um félagafrelsi sé á sérkennilegri vegferð í starfi sínu. Hér verður þó enginn dómur lagður á það. Hér verður heldur ekki lagður dómur á hvort viðeigandi sé að fagna verkföllum líkt og um sigur í landsliðsknattleik væri að ræða, eins og borið hefur á. Því síður verður lagður dómur á réttmæti yfirstandandi aðgerða, stöðu hinna lægst launuðu í samfélaginu eða hvað eru „eðlileg og sanngjörn laun“, enda er það önnur og óskyld umræða. Eitt hyggst undirritaður þó leggja ótvíræðan dóm á. Þegar um mikilsverða hagsmuni er að ræða, stærri hagsmuni en sentimetratölur og Spotify lista, hagsmuni sem snerta stöðugleika, störf og lífsviðurværi fólks, þá er, tvímælalaust, sannleikurinn sagna bestur.Höfundur er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun