Er sannleikurinn sagna bestur? Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. mars 2019 08:45 Sannleikurinn er sagna bestur. Þessi orð hafa óneitanlega notið talsverðra vinsælda um árabil og var hápunktinum líklega náð í köldum desembermánuði árið 2014 þegar spakmælin voru valin málsháttur vikunnar í Morgunblaðinu, og ekki lýgur Mogginn. Um gildi fullyrðingarinnar má þó vissulega deila. Ég ýkti t.d. eigin hæð í vegabréfinu mínu og ég lýg óhikað spurður hvaða lög hafi toppað Spotify-listann minn á árinu, rótin auðvitað hrein skömm. Sumir telja slíka háttsemi þó með öllu óásættanlega. Þar fer líklega fremstur í flokki Immanuel Kant heitinn, sem taldi ósannsögli einfaldlega aldrei réttlætanlega, jafnvel þó líf og limir fólks væru í hættu ef sannleikurinn fengi að heyrast. Aðrir aðhyllast hins vegar mildari kenningar, telja jafnvel í lagi að fara með hvíta lygi þegar lífið liggur við og fyrirgefanlegt að ýkja sögur af eigin afrekum þegar setið er að sumbli, svo dæmi séu tekin. Velta má fyrir sér hvaða kenningu framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar hafði að leiðarljósi þegar hann lét eftirfarandi orð falla í vikunni í viðtali við mbl.is um yfirstandandi verkföll: „..ef þú ert að vinna þau störf sem okkar kjarasamningur tekur til og okkar kjarasamningur er eini kjarasamningurinn sem er í gildi á þessu svæði um þau störf, þá náttúrulega á viðkomandi starfsmaður að vera í Eflingu. Við lítum svo á að sá starfsmaður sé bundinn af löglega teknum ákvörðunum Eflingar og beri að vera félagsmaður í Eflingu og þá eftir atvikum að leiðrétta sína félagsaðild.“ Það hefur nefnilega legið fyrir nokkuð lengi að ákvæði 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem og sambærilegt ákvæði 74. greinar Stjórnarskrár Íslands, ver bæði rétt fólks til að stofna og ganga í félög og til að standa utan þeirra. Heill aldarfjórðungur er liðinn síðan grundvallardómur margumrædds Mannréttindadómstóls Evrópu féll er að þessu sneri. Hér er greinarhöfundur þó ekki að slá sérstaklega um sig með dómaþekkingu sinni, enda er allt þetta og meira til nokkuð vel útlistað á vef Alþýðusambands Íslands, þar sem einmitt er fjallað um rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki alveg víst að Kant myndi snúa sér í gröfinni yfir málflutningi framkvæmdastjóra Eflingar, enda er hann settur fram í formi „túlkunar“. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjórinn svo að á grundvelli þeirrar túlkunar verði „tilmælum beint til fólks“. Það þarf hins vegar ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að engum sem hefur kosið að standa utan stéttarfélagsins Eflingar verður gert að „leiðrétta“ þá ákvörðun sína, hvorki með „tilmælum“ né öðrum hætti. Einhverjir kynnu að ganga svo langt að segja að forystumaður í verkalýðsfélagi sem þekkir ekki grundvallarsjónarmið um félagafrelsi sé á sérkennilegri vegferð í starfi sínu. Hér verður þó enginn dómur lagður á það. Hér verður heldur ekki lagður dómur á hvort viðeigandi sé að fagna verkföllum líkt og um sigur í landsliðsknattleik væri að ræða, eins og borið hefur á. Því síður verður lagður dómur á réttmæti yfirstandandi aðgerða, stöðu hinna lægst launuðu í samfélaginu eða hvað eru „eðlileg og sanngjörn laun“, enda er það önnur og óskyld umræða. Eitt hyggst undirritaður þó leggja ótvíræðan dóm á. Þegar um mikilsverða hagsmuni er að ræða, stærri hagsmuni en sentimetratölur og Spotify lista, hagsmuni sem snerta stöðugleika, störf og lífsviðurværi fólks, þá er, tvímælalaust, sannleikurinn sagna bestur.Höfundur er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sannleikurinn er sagna bestur. Þessi orð hafa óneitanlega notið talsverðra vinsælda um árabil og var hápunktinum líklega náð í köldum desembermánuði árið 2014 þegar spakmælin voru valin málsháttur vikunnar í Morgunblaðinu, og ekki lýgur Mogginn. Um gildi fullyrðingarinnar má þó vissulega deila. Ég ýkti t.d. eigin hæð í vegabréfinu mínu og ég lýg óhikað spurður hvaða lög hafi toppað Spotify-listann minn á árinu, rótin auðvitað hrein skömm. Sumir telja slíka háttsemi þó með öllu óásættanlega. Þar fer líklega fremstur í flokki Immanuel Kant heitinn, sem taldi ósannsögli einfaldlega aldrei réttlætanlega, jafnvel þó líf og limir fólks væru í hættu ef sannleikurinn fengi að heyrast. Aðrir aðhyllast hins vegar mildari kenningar, telja jafnvel í lagi að fara með hvíta lygi þegar lífið liggur við og fyrirgefanlegt að ýkja sögur af eigin afrekum þegar setið er að sumbli, svo dæmi séu tekin. Velta má fyrir sér hvaða kenningu framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar hafði að leiðarljósi þegar hann lét eftirfarandi orð falla í vikunni í viðtali við mbl.is um yfirstandandi verkföll: „..ef þú ert að vinna þau störf sem okkar kjarasamningur tekur til og okkar kjarasamningur er eini kjarasamningurinn sem er í gildi á þessu svæði um þau störf, þá náttúrulega á viðkomandi starfsmaður að vera í Eflingu. Við lítum svo á að sá starfsmaður sé bundinn af löglega teknum ákvörðunum Eflingar og beri að vera félagsmaður í Eflingu og þá eftir atvikum að leiðrétta sína félagsaðild.“ Það hefur nefnilega legið fyrir nokkuð lengi að ákvæði 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem og sambærilegt ákvæði 74. greinar Stjórnarskrár Íslands, ver bæði rétt fólks til að stofna og ganga í félög og til að standa utan þeirra. Heill aldarfjórðungur er liðinn síðan grundvallardómur margumrædds Mannréttindadómstóls Evrópu féll er að þessu sneri. Hér er greinarhöfundur þó ekki að slá sérstaklega um sig með dómaþekkingu sinni, enda er allt þetta og meira til nokkuð vel útlistað á vef Alþýðusambands Íslands, þar sem einmitt er fjallað um rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki alveg víst að Kant myndi snúa sér í gröfinni yfir málflutningi framkvæmdastjóra Eflingar, enda er hann settur fram í formi „túlkunar“. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjórinn svo að á grundvelli þeirrar túlkunar verði „tilmælum beint til fólks“. Það þarf hins vegar ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að engum sem hefur kosið að standa utan stéttarfélagsins Eflingar verður gert að „leiðrétta“ þá ákvörðun sína, hvorki með „tilmælum“ né öðrum hætti. Einhverjir kynnu að ganga svo langt að segja að forystumaður í verkalýðsfélagi sem þekkir ekki grundvallarsjónarmið um félagafrelsi sé á sérkennilegri vegferð í starfi sínu. Hér verður þó enginn dómur lagður á það. Hér verður heldur ekki lagður dómur á hvort viðeigandi sé að fagna verkföllum líkt og um sigur í landsliðsknattleik væri að ræða, eins og borið hefur á. Því síður verður lagður dómur á réttmæti yfirstandandi aðgerða, stöðu hinna lægst launuðu í samfélaginu eða hvað eru „eðlileg og sanngjörn laun“, enda er það önnur og óskyld umræða. Eitt hyggst undirritaður þó leggja ótvíræðan dóm á. Þegar um mikilsverða hagsmuni er að ræða, stærri hagsmuni en sentimetratölur og Spotify lista, hagsmuni sem snerta stöðugleika, störf og lífsviðurværi fólks, þá er, tvímælalaust, sannleikurinn sagna bestur.Höfundur er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun