Er sannleikurinn sagna bestur? Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. mars 2019 08:45 Sannleikurinn er sagna bestur. Þessi orð hafa óneitanlega notið talsverðra vinsælda um árabil og var hápunktinum líklega náð í köldum desembermánuði árið 2014 þegar spakmælin voru valin málsháttur vikunnar í Morgunblaðinu, og ekki lýgur Mogginn. Um gildi fullyrðingarinnar má þó vissulega deila. Ég ýkti t.d. eigin hæð í vegabréfinu mínu og ég lýg óhikað spurður hvaða lög hafi toppað Spotify-listann minn á árinu, rótin auðvitað hrein skömm. Sumir telja slíka háttsemi þó með öllu óásættanlega. Þar fer líklega fremstur í flokki Immanuel Kant heitinn, sem taldi ósannsögli einfaldlega aldrei réttlætanlega, jafnvel þó líf og limir fólks væru í hættu ef sannleikurinn fengi að heyrast. Aðrir aðhyllast hins vegar mildari kenningar, telja jafnvel í lagi að fara með hvíta lygi þegar lífið liggur við og fyrirgefanlegt að ýkja sögur af eigin afrekum þegar setið er að sumbli, svo dæmi séu tekin. Velta má fyrir sér hvaða kenningu framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar hafði að leiðarljósi þegar hann lét eftirfarandi orð falla í vikunni í viðtali við mbl.is um yfirstandandi verkföll: „..ef þú ert að vinna þau störf sem okkar kjarasamningur tekur til og okkar kjarasamningur er eini kjarasamningurinn sem er í gildi á þessu svæði um þau störf, þá náttúrulega á viðkomandi starfsmaður að vera í Eflingu. Við lítum svo á að sá starfsmaður sé bundinn af löglega teknum ákvörðunum Eflingar og beri að vera félagsmaður í Eflingu og þá eftir atvikum að leiðrétta sína félagsaðild.“ Það hefur nefnilega legið fyrir nokkuð lengi að ákvæði 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem og sambærilegt ákvæði 74. greinar Stjórnarskrár Íslands, ver bæði rétt fólks til að stofna og ganga í félög og til að standa utan þeirra. Heill aldarfjórðungur er liðinn síðan grundvallardómur margumrædds Mannréttindadómstóls Evrópu féll er að þessu sneri. Hér er greinarhöfundur þó ekki að slá sérstaklega um sig með dómaþekkingu sinni, enda er allt þetta og meira til nokkuð vel útlistað á vef Alþýðusambands Íslands, þar sem einmitt er fjallað um rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki alveg víst að Kant myndi snúa sér í gröfinni yfir málflutningi framkvæmdastjóra Eflingar, enda er hann settur fram í formi „túlkunar“. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjórinn svo að á grundvelli þeirrar túlkunar verði „tilmælum beint til fólks“. Það þarf hins vegar ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að engum sem hefur kosið að standa utan stéttarfélagsins Eflingar verður gert að „leiðrétta“ þá ákvörðun sína, hvorki með „tilmælum“ né öðrum hætti. Einhverjir kynnu að ganga svo langt að segja að forystumaður í verkalýðsfélagi sem þekkir ekki grundvallarsjónarmið um félagafrelsi sé á sérkennilegri vegferð í starfi sínu. Hér verður þó enginn dómur lagður á það. Hér verður heldur ekki lagður dómur á hvort viðeigandi sé að fagna verkföllum líkt og um sigur í landsliðsknattleik væri að ræða, eins og borið hefur á. Því síður verður lagður dómur á réttmæti yfirstandandi aðgerða, stöðu hinna lægst launuðu í samfélaginu eða hvað eru „eðlileg og sanngjörn laun“, enda er það önnur og óskyld umræða. Eitt hyggst undirritaður þó leggja ótvíræðan dóm á. Þegar um mikilsverða hagsmuni er að ræða, stærri hagsmuni en sentimetratölur og Spotify lista, hagsmuni sem snerta stöðugleika, störf og lífsviðurværi fólks, þá er, tvímælalaust, sannleikurinn sagna bestur.Höfundur er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sannleikurinn er sagna bestur. Þessi orð hafa óneitanlega notið talsverðra vinsælda um árabil og var hápunktinum líklega náð í köldum desembermánuði árið 2014 þegar spakmælin voru valin málsháttur vikunnar í Morgunblaðinu, og ekki lýgur Mogginn. Um gildi fullyrðingarinnar má þó vissulega deila. Ég ýkti t.d. eigin hæð í vegabréfinu mínu og ég lýg óhikað spurður hvaða lög hafi toppað Spotify-listann minn á árinu, rótin auðvitað hrein skömm. Sumir telja slíka háttsemi þó með öllu óásættanlega. Þar fer líklega fremstur í flokki Immanuel Kant heitinn, sem taldi ósannsögli einfaldlega aldrei réttlætanlega, jafnvel þó líf og limir fólks væru í hættu ef sannleikurinn fengi að heyrast. Aðrir aðhyllast hins vegar mildari kenningar, telja jafnvel í lagi að fara með hvíta lygi þegar lífið liggur við og fyrirgefanlegt að ýkja sögur af eigin afrekum þegar setið er að sumbli, svo dæmi séu tekin. Velta má fyrir sér hvaða kenningu framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar hafði að leiðarljósi þegar hann lét eftirfarandi orð falla í vikunni í viðtali við mbl.is um yfirstandandi verkföll: „..ef þú ert að vinna þau störf sem okkar kjarasamningur tekur til og okkar kjarasamningur er eini kjarasamningurinn sem er í gildi á þessu svæði um þau störf, þá náttúrulega á viðkomandi starfsmaður að vera í Eflingu. Við lítum svo á að sá starfsmaður sé bundinn af löglega teknum ákvörðunum Eflingar og beri að vera félagsmaður í Eflingu og þá eftir atvikum að leiðrétta sína félagsaðild.“ Það hefur nefnilega legið fyrir nokkuð lengi að ákvæði 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem og sambærilegt ákvæði 74. greinar Stjórnarskrár Íslands, ver bæði rétt fólks til að stofna og ganga í félög og til að standa utan þeirra. Heill aldarfjórðungur er liðinn síðan grundvallardómur margumrædds Mannréttindadómstóls Evrópu féll er að þessu sneri. Hér er greinarhöfundur þó ekki að slá sérstaklega um sig með dómaþekkingu sinni, enda er allt þetta og meira til nokkuð vel útlistað á vef Alþýðusambands Íslands, þar sem einmitt er fjallað um rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki alveg víst að Kant myndi snúa sér í gröfinni yfir málflutningi framkvæmdastjóra Eflingar, enda er hann settur fram í formi „túlkunar“. Í samtali við Fréttablaðið segir framkvæmdastjórinn svo að á grundvelli þeirrar túlkunar verði „tilmælum beint til fólks“. Það þarf hins vegar ekki mikla þekkingu til að átta sig á því að engum sem hefur kosið að standa utan stéttarfélagsins Eflingar verður gert að „leiðrétta“ þá ákvörðun sína, hvorki með „tilmælum“ né öðrum hætti. Einhverjir kynnu að ganga svo langt að segja að forystumaður í verkalýðsfélagi sem þekkir ekki grundvallarsjónarmið um félagafrelsi sé á sérkennilegri vegferð í starfi sínu. Hér verður þó enginn dómur lagður á það. Hér verður heldur ekki lagður dómur á hvort viðeigandi sé að fagna verkföllum líkt og um sigur í landsliðsknattleik væri að ræða, eins og borið hefur á. Því síður verður lagður dómur á réttmæti yfirstandandi aðgerða, stöðu hinna lægst launuðu í samfélaginu eða hvað eru „eðlileg og sanngjörn laun“, enda er það önnur og óskyld umræða. Eitt hyggst undirritaður þó leggja ótvíræðan dóm á. Þegar um mikilsverða hagsmuni er að ræða, stærri hagsmuni en sentimetratölur og Spotify lista, hagsmuni sem snerta stöðugleika, störf og lífsviðurværi fólks, þá er, tvímælalaust, sannleikurinn sagna bestur.Höfundur er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun