Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 70-85 | Njarðvík með pálmann í höndunum

Axel Örn Sæmundsson skrifar
vísir/bára
Hér í kvöld mættust lið ÍR og Njarðvíkur í öðrum leik 8-liða úrslita í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Njarðvíkingar unnu fyrsta leikinn og var því gríðarlega mikilvægt fyrir heimamenn að ná í sigur hér í kvöld til þess að verja heimavöllinn og jafna viðureignina. Kevin Capers leikmaður ÍR sat í stúkunni í þessum leik þar sem hann var að taka út leikbann fyrir að hafa slegið Jón Arnór Sverrison í andlitið

Leikurinn fór fremur rólega af stað og voru liðin að tapa honum óþarflega mikið fyrstu mínúturnar. Þegar mesta spennan var farin úr mönnum þá fóru gæðin að aukast og liðin að ná að stilla upp. Það var ekki mikið skorað í fyrsta leikhluta en það var augljóst að liðin voru að láta reyna á hvort annað og sjá hvert uppleggið væri. Staðan í lok fyrsta leikhluta var 10-18 Njarðvík í vil. Varnarleikur Njarðvíkur var flottur í fyrsta leikhluta en þeir voru að ýta ÍR í erfið skot og náðu að blokka þá nokkrum sinnum

Annar leikhluti var aðeins betri stigalega séð og voru liðin að finna lausnir við sóknarleiknum hjá hvort öðru. Njarðvíkingar voru ögn betri í fyrri hálfleik og leiddu með 9 stigum 32-41. Stigahæstir í hálfleik hjá heimamönnum voru þeir Hákon Örn og Gerald með 10 stig á meðan að Jeb Ivey var stigahæstur hjá Njarðvík með 10 stig.

Gestirnir úr Njarðvík voru töluvert sterkari í þriðja leikhluta og náðu að stækka forystu sína um 7 stig og fóru því inn í síðasta leikhlutan með 16 stiga forystu. 49-65. Varnarleikur Njarðvíkur var gríðarlega góður í kvöld og náðu þeir að halda ÍR undir 50 stigum í fyrstu 3 leikhlutunum.

ÍR-ingar gáfu rækilega í í 4.leikhluta og virtust ætla að gefa gestunum hörku lokamínútur en síðustu 5 mínútur leiksins voru slakar fyrir heimamenn og náðu Njarðvíkingar að gefa vel aftur í og stungu af. Lokatölur í Seljaskóla ÍR 70-85 Njarðvík.









vísir/bára
Af hverju vann Njarðvík?

Gæðin hjá Njarðvík voru bara meiri. Það var meiri ró yfir sóknarleiknum þeirra og var varnarleikurinn líka að smella mjög vel í 30 mínútur. Njarðvík náði að þrýsta ÍR í erfiðar sóknir og voru að blokka og stela vel. Mjög vel spilaður leikur af hálfu Njarðvíkur. 

Hverjir stóðu uppúr?

Maciek var frábær í kvöld fyrir Njarðvík og skilaði hann niður 21 stigum. Góður varnar sem og sóknarlega. 

Ég ætla líka að gefa Jóni Arnóri sérstakt hrós. Hann gefur Njarðvík gríðarlega góðar mínútur og er að spila aggressíva og flotta vörn. 

Hvað gekk illa? 

Sóknarleikur ÍR gekk ekki vel hér í kvöld, skora fá stig, taka erfið skot og virtust oft á tíðum bara vera með eitt leikplan sem snerist um það að koma boltanum niður á Sigga. Sóknin var lang best í fjórða leikhluta hjá ÍR en það var bara aðeins of seint að byrja að stjórna leiknum þá. Þeir hafa séð betri daga sóknarlega ÍR-ingarnir. 

Hvað gerist næst?

Þessi lið mætast í þriðja leik úrslitakeppninnar í Njarðvík á miðvikudaginn. Staðan orðin 2-0 fyrir Njarðvík og gæti þessi viðureign klárast á miðvikudaginn 

vísir/bára
Einar Árni: Þetta snerist um að stoppa allt liðið þeirra ekki bara Sigga

„Bara virkilega ánægður og frábært að koma hingað og ná í sigur.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur gegn ÍR í kvöld. 

Varnarleikur Njarðvíkur var mjög góður í kvöld og fyrir 4.leikhluta voru þeir að halda ÍR í 49 stigum. 

„Ég myndi segja að fyrir utan annan leikhluta að þá hefur varnarleikurinn okkar verið mjög góður. Sóknarlega er margt gott en við vorum óþarflega mistækir en á sama tíma þá gerðum við vel að nýta okkur styrkleika Maciek og fleiri.“

Fyrir leik talaði Einar um að þeir þyrftu að hægja á mörgum lykilmönnum ÍR og nefndi hann þar meðal annars Sigga Þorsteins. 

„Hann skorar undir 10 stigum og þá hljótum við að vera feikisáttir við það, þetta snerist um að stoppa allt þeirra lið ekki bara Sigga en við gerðum vel á hann og mér fannst við varnarlega mjög góðir.“

Njarðvík leiðir 2-0 í þessari viðureign og geta þeir klárað hana á miðvikudaginn í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

„Ég segji það bara við förum í alla leiki til að vinna og okkur líður afskaplega vel heima en við gerum okkur grein fyrir því að við erum að eiga við hörkulið og stríðsmenn. Þetta er ótrúlega mikið seiglulið og ef við ætlum ekki að mæta 100% þá fer illa við erum búnir að brenna okkur á því.“

vísir/bára
Borche Ilievski: Við þurfum að gefa allt sem við eigum

„Við gátum ekki fundið endurkomuna, við vorum að skora lítið og hafa fyrir stigunum en okkur vantaði algjörlega þessa endurkomu inn í leikinn.“ Sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir tap gegn Njarðvík í kvöld. 

Eins og áður kom fram lék ÍR án Kevin Capers sem er búinn að vera einn besti leikmaður ÍR í allan vetur en hann fékk bann í síðasta leik. 

„Eins og ég sagði fyrir leikinn þá væri þessi leikur mjög erfiður með Kevin en þú getur ímyndað þér hvernig þetta er án hans. Við erum eitt af liðunum sem er að spila með einn Bosman og að missa erlenda leikmanninn okkar í þessum leik er erfitt. Þessi kjánalega ákvörðun hjá Kevin í fyrsta leiknum er að koma í bakið á okkur og þetta var nákvæmlega það sem ég óttaðist mikið fyrir þessa úrslitakeppni. Vonandi verður þetta honum að lexíu“

Njarðvík leiðir nú viðureignina 2-0 og þarf mikið að gerast til þess að ÍR sigri þennan leik og fari áfram í undanúrslitin. 

„Við þurfum að koma með mikinn kraft, þessi mistök Kevins verður hann að endurgjalda okkur. Við þurfum að gefa allt sem við eigum“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira