Sport

Edda náði áttunda sæti í Evrópubikarmóti á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir.
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu

Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir stóð sig mjög vel á Evrópubikarmóti í þríþraut á Huelva á Spáni í gær.

Guðlaug Edda náði áttunda sætinu á mótinu en sigurvegarinn var hin franska Pauline Landron sem jafnframt var ein sú yngsta á mótinu. Spánverjinn Cecilia Santamaria Surroca varð önnur og þriðja varð Emmie Charayron frá Frakklandi.

Stelpurnar frá Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni voru síðan á undan Eddu.

Guðlaug Edda kláraði á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 49 sekúndum. Hún var sex sekúndum á undan Lisu Norden frá Svíþjóð sem þýddi jafnframt að okkar kona náði bestum árangri Norðurlandabúa í keppninni.

Edda stóð sig frábærlega á hjólinu þar sem hún náði öðrum besta tímanum. Hún var sjöunda eftir sjósundið og var með sextánda besta tímann í hlaupinu.

Edda fór yfir keppnina í myndbandinu hér fyrir neðan. „Þetta var mjög fín keppni hjá mér en margt sem ég þarf að læra af líka,“ sagði Edda.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.