Sport

Edda náði áttunda sæti í Evrópubikarmóti á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir.
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir stóð sig mjög vel á Evrópubikarmóti í þríþraut á Huelva á Spáni í gær.

Guðlaug Edda náði áttunda sætinu á mótinu en sigurvegarinn var hin franska Pauline Landron sem jafnframt var ein sú yngsta á mótinu. Spánverjinn Cecilia Santamaria Surroca varð önnur og þriðja varð Emmie Charayron frá Frakklandi.

Stelpurnar frá Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni voru síðan á undan Eddu.

Guðlaug Edda kláraði á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 49 sekúndum. Hún var sex sekúndum á undan Lisu Norden frá Svíþjóð sem þýddi jafnframt að okkar kona náði bestum árangri Norðurlandabúa í keppninni.

Edda stóð sig frábærlega á hjólinu þar sem hún náði öðrum besta tímanum. Hún var sjöunda eftir sjósundið og var með sextánda besta tímann í hlaupinu.

Edda fór yfir keppnina í myndbandinu hér fyrir neðan. „Þetta var mjög fín keppni hjá mér en margt sem ég þarf að læra af líka,“ sagði Edda.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.