Fær draumastarfið hjá félaginu sem hann var skráður í áður en hann fékk nafn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 14:30 Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu í sumar. vísir/baldur Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn