Formúla 1

Upphitun: Slagurinn um þriðja sætið

Bragi Þórðarson skrifar
Kevin Magnussen er einn ökuþóra Haas.
Kevin Magnussen er einn ökuþóra Haas.

Vísir heldur áfram upphitun sinni fyrir fyrsta kappakstur tímabilsins sem fer fram í Melbourne, Ástralíu, á sunnudaginn.

Nú förum við að færast nær slagnum um fyrstu sætin en eftirfarandi lið verða sennilega að slást um þriðja sæti bílasmiða.

Haas

Ökumenn: Romain Grosjean og Kevin Magnussen
Vél: Ferrari
Stigafjöldi árið 2018: 93

Bandaríska liðið er eitt af fáum liðum sem halda báðum ökumönnum frá því í fyrra. Liðið mætir þó til leiks með nýjan aðalstyrktaraðila, Rich Energy.

Tímarnir í prófunum á Katalúníu brautinni voru mjög jafnir og er því erfitt að spá fyrir um hvar liðin munu standa í Ástralíu. Haas gæti farið að berjast um þriðja sætið en liðið er staðráðið í að bæta sig frá því í fyrra er það náði fimmta sæti bílasmiða.

Daniel Ricciardo á gula flotta bílnum sínum. vísir/getty

Renault

Ökumenn: Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg
Vél: Renault
Stigafjöldi árið 2018: 122

Renault endaði síðasta tímabil tæpum 300 stigum á eftir Red Bull sem kláraði í þriðja sæti í keppni bílasmiða.

Það er alveg augljóst að franski bílaframleiðandinn ætlar sér meira í ár. Til að hjálpa sér við það markmið fékk liðið til sín Daniel Ricciardo frá Red Bull. Ástralinn vann tvær keppnir í fyrra og freistir þess að krækja í fyrsta sigur Renault eftir að bílasmiðurinn snéri aftur í Formúlu 1.

Hvort liðinu takist að minnka bilið í þriðja sæti veltur alfarið á hversu vel Honda vélarnar muni virka í Red Bull bílunum.

Max Verstappen keyrir fyrir orkudrykkjaframleiðandann. vísir/getty

Red Bull

Ökumenn: Max Verstappen og Pierre Gasly
Vél: Honda
Stigafjöldi árið 2018: 419

Red Bull liðið hefur ekki náð að keppa um fyrsta sæti bílasmiða síðan að liðið vann titilinn fjögur ár í röð á árunum 2010 til 2013. Nú hefur liðið losað sig við Renault vélarnar og farið í samstarf við Honda.

Honda vélarnar hafa alls ekki reynst vel undanfarin ár, því er þetta ákveðin áhætta fyrir liðið. Þó er Christian Horner, liðstjóri Red Bull, sannfærður um að samstarfið muni ganga vel.

Hinn 21 árs gamli Max Verstappen er nú orðinn aðal ökuþór liðsins. Liðsfélagi hans í ár er Pierre Gasly sem stóð sig með prýði í fyrra með Toro Rosso.

Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:
15. mars 02.55 Æfing
16. mars 05.50 Tímatakan
17. mars 04.50 Keppnin
Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:
15. mars 02.55 Æfing
16. mars 05.50 Tímatakan
17. mars 04.50 Keppnin


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.