Óhjákvæmilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:00 Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun