Jafnrétti og kvenhetjan Tahirih Inga Daníelsdóttir skrifar 14. mars 2019 14:03 Það verða ekki allir frægir á einni nóttu og sömuleiðis lifa ekki allir frægð sína. En þó er líklega sjaldgæft að nöfn eða afrek fólks séu fyrst að verða ljós í almannavitund meira en 150 árum eftir andlátið. Nú eftir áramótin kom út á íslensku bókin Áfram konur – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Höfundarnir eru norskar konur en Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina á íslensku. Titillinn lýsir umfjöllunarefni bókarinnar en framsetning efnisins með knöppum texta í teiknimyndaformi gerir hana sérlega aðlaðandi fyrir unglinga og ungmenni sem eru að glöggva sig á heiminum og mynda sér skoðanir. Okkur sem eldri erum er líklega tamt að eigna Vesturlöndum hugmyndir um mannréttindi og þróun kvenréttinda. Nafnið Tahirih hefur ekki farið hátt eða okkur verið kennt að persnesk kona hafi markað þáttaskil í kvenréttindabaráttu fyrir meira en 150 árum – fyrr en nú að henni eru gerð nokkur skil í þessari nýju bók. Hún var þó líklega þekktari sem ljóðskáld. Tahirih var fædd fyrir 1820 en ekki er vitað nákvæmlega um árið. Á þeim tíma var konum í Persíu ekki ætluð bókmennt en hún fékk þó að vera áheyrandi að trúarbragðakennslu föður síns sem var múlla (kenndi íslamska guðfræði), að því tilskyldu að hún væri falin bak við tjald. Fjórtán ára var hún gefin í hjónaband en eiginmaðurinn sætti sig aldrei við framferði hennar eða skoðanir, hvorki varðandi stöðu kvenna né í trúmálum, hann skildi við hana og meinaði henni að hitta börnin sín. Tahirih notaði hvert tækifæri til að tala um réttindi og stöðu kvenna. Þegar hún steig það afdrifaríka skref að taka niður blæjuna á fundi og fyrir framan karlmenn olli það svo miklu uppnámi að einn fundargesta svipti sig lífi en Thahirih galt fyrir baráttu sína með áralöngu stofufangelsi og á endanum með lífi sínu. Árið 1852 var hún kyrkt með slæðunni sinni og líkinu fleygt. Baráttukonan vissi vel að hverju hún gekk og eftirminnileg eru orð hennar: „Þið getið drepið mig þegar ykkur þóknast en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Á síðari árum hefur saga Tahirih spurst út á Vesturöndum og orðið fólki innblástur. Má m.a. nefna lögfræðifyrirtækið Tahirih Justice Center sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð konum og stúlkum sem eru innflytjendur í Bandaríkjunum til að verja þær gagnvart hvers kyns ofbeldi og órétti en reynir einnig að beita sér í stefnumótun um málefni kvenna. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ég fékk í hendur bókina Áfram konur, þar sem hlutur Tahirih í mannkynssögunni er kynntur fyrir almennum lesendum, skuli berast þær fréttir af konu í heimalandi hennar Íran, mannréttindalögfræðingnum Nasri Sotoudeh, að hún hafi verið dæmd til 148 svipuhögga og 38 ára fangelsisvistar. Og fyrir hvað? Jú ekki síst fyrir að berjast gegn þeirri lagaskyldu að konur skuli bera slæðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það verða ekki allir frægir á einni nóttu og sömuleiðis lifa ekki allir frægð sína. En þó er líklega sjaldgæft að nöfn eða afrek fólks séu fyrst að verða ljós í almannavitund meira en 150 árum eftir andlátið. Nú eftir áramótin kom út á íslensku bókin Áfram konur – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Höfundarnir eru norskar konur en Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina á íslensku. Titillinn lýsir umfjöllunarefni bókarinnar en framsetning efnisins með knöppum texta í teiknimyndaformi gerir hana sérlega aðlaðandi fyrir unglinga og ungmenni sem eru að glöggva sig á heiminum og mynda sér skoðanir. Okkur sem eldri erum er líklega tamt að eigna Vesturlöndum hugmyndir um mannréttindi og þróun kvenréttinda. Nafnið Tahirih hefur ekki farið hátt eða okkur verið kennt að persnesk kona hafi markað þáttaskil í kvenréttindabaráttu fyrir meira en 150 árum – fyrr en nú að henni eru gerð nokkur skil í þessari nýju bók. Hún var þó líklega þekktari sem ljóðskáld. Tahirih var fædd fyrir 1820 en ekki er vitað nákvæmlega um árið. Á þeim tíma var konum í Persíu ekki ætluð bókmennt en hún fékk þó að vera áheyrandi að trúarbragðakennslu föður síns sem var múlla (kenndi íslamska guðfræði), að því tilskyldu að hún væri falin bak við tjald. Fjórtán ára var hún gefin í hjónaband en eiginmaðurinn sætti sig aldrei við framferði hennar eða skoðanir, hvorki varðandi stöðu kvenna né í trúmálum, hann skildi við hana og meinaði henni að hitta börnin sín. Tahirih notaði hvert tækifæri til að tala um réttindi og stöðu kvenna. Þegar hún steig það afdrifaríka skref að taka niður blæjuna á fundi og fyrir framan karlmenn olli það svo miklu uppnámi að einn fundargesta svipti sig lífi en Thahirih galt fyrir baráttu sína með áralöngu stofufangelsi og á endanum með lífi sínu. Árið 1852 var hún kyrkt með slæðunni sinni og líkinu fleygt. Baráttukonan vissi vel að hverju hún gekk og eftirminnileg eru orð hennar: „Þið getið drepið mig þegar ykkur þóknast en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Á síðari árum hefur saga Tahirih spurst út á Vesturöndum og orðið fólki innblástur. Má m.a. nefna lögfræðifyrirtækið Tahirih Justice Center sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð konum og stúlkum sem eru innflytjendur í Bandaríkjunum til að verja þær gagnvart hvers kyns ofbeldi og órétti en reynir einnig að beita sér í stefnumótun um málefni kvenna. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ég fékk í hendur bókina Áfram konur, þar sem hlutur Tahirih í mannkynssögunni er kynntur fyrir almennum lesendum, skuli berast þær fréttir af konu í heimalandi hennar Íran, mannréttindalögfræðingnum Nasri Sotoudeh, að hún hafi verið dæmd til 148 svipuhögga og 38 ára fangelsisvistar. Og fyrir hvað? Jú ekki síst fyrir að berjast gegn þeirri lagaskyldu að konur skuli bera slæðu.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun