Jafnrétti og kvenhetjan Tahirih Inga Daníelsdóttir skrifar 14. mars 2019 14:03 Það verða ekki allir frægir á einni nóttu og sömuleiðis lifa ekki allir frægð sína. En þó er líklega sjaldgæft að nöfn eða afrek fólks séu fyrst að verða ljós í almannavitund meira en 150 árum eftir andlátið. Nú eftir áramótin kom út á íslensku bókin Áfram konur – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Höfundarnir eru norskar konur en Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina á íslensku. Titillinn lýsir umfjöllunarefni bókarinnar en framsetning efnisins með knöppum texta í teiknimyndaformi gerir hana sérlega aðlaðandi fyrir unglinga og ungmenni sem eru að glöggva sig á heiminum og mynda sér skoðanir. Okkur sem eldri erum er líklega tamt að eigna Vesturlöndum hugmyndir um mannréttindi og þróun kvenréttinda. Nafnið Tahirih hefur ekki farið hátt eða okkur verið kennt að persnesk kona hafi markað þáttaskil í kvenréttindabaráttu fyrir meira en 150 árum – fyrr en nú að henni eru gerð nokkur skil í þessari nýju bók. Hún var þó líklega þekktari sem ljóðskáld. Tahirih var fædd fyrir 1820 en ekki er vitað nákvæmlega um árið. Á þeim tíma var konum í Persíu ekki ætluð bókmennt en hún fékk þó að vera áheyrandi að trúarbragðakennslu föður síns sem var múlla (kenndi íslamska guðfræði), að því tilskyldu að hún væri falin bak við tjald. Fjórtán ára var hún gefin í hjónaband en eiginmaðurinn sætti sig aldrei við framferði hennar eða skoðanir, hvorki varðandi stöðu kvenna né í trúmálum, hann skildi við hana og meinaði henni að hitta börnin sín. Tahirih notaði hvert tækifæri til að tala um réttindi og stöðu kvenna. Þegar hún steig það afdrifaríka skref að taka niður blæjuna á fundi og fyrir framan karlmenn olli það svo miklu uppnámi að einn fundargesta svipti sig lífi en Thahirih galt fyrir baráttu sína með áralöngu stofufangelsi og á endanum með lífi sínu. Árið 1852 var hún kyrkt með slæðunni sinni og líkinu fleygt. Baráttukonan vissi vel að hverju hún gekk og eftirminnileg eru orð hennar: „Þið getið drepið mig þegar ykkur þóknast en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Á síðari árum hefur saga Tahirih spurst út á Vesturöndum og orðið fólki innblástur. Má m.a. nefna lögfræðifyrirtækið Tahirih Justice Center sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð konum og stúlkum sem eru innflytjendur í Bandaríkjunum til að verja þær gagnvart hvers kyns ofbeldi og órétti en reynir einnig að beita sér í stefnumótun um málefni kvenna. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ég fékk í hendur bókina Áfram konur, þar sem hlutur Tahirih í mannkynssögunni er kynntur fyrir almennum lesendum, skuli berast þær fréttir af konu í heimalandi hennar Íran, mannréttindalögfræðingnum Nasri Sotoudeh, að hún hafi verið dæmd til 148 svipuhögga og 38 ára fangelsisvistar. Og fyrir hvað? Jú ekki síst fyrir að berjast gegn þeirri lagaskyldu að konur skuli bera slæðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það verða ekki allir frægir á einni nóttu og sömuleiðis lifa ekki allir frægð sína. En þó er líklega sjaldgæft að nöfn eða afrek fólks séu fyrst að verða ljós í almannavitund meira en 150 árum eftir andlátið. Nú eftir áramótin kom út á íslensku bókin Áfram konur – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Höfundarnir eru norskar konur en Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina á íslensku. Titillinn lýsir umfjöllunarefni bókarinnar en framsetning efnisins með knöppum texta í teiknimyndaformi gerir hana sérlega aðlaðandi fyrir unglinga og ungmenni sem eru að glöggva sig á heiminum og mynda sér skoðanir. Okkur sem eldri erum er líklega tamt að eigna Vesturlöndum hugmyndir um mannréttindi og þróun kvenréttinda. Nafnið Tahirih hefur ekki farið hátt eða okkur verið kennt að persnesk kona hafi markað þáttaskil í kvenréttindabaráttu fyrir meira en 150 árum – fyrr en nú að henni eru gerð nokkur skil í þessari nýju bók. Hún var þó líklega þekktari sem ljóðskáld. Tahirih var fædd fyrir 1820 en ekki er vitað nákvæmlega um árið. Á þeim tíma var konum í Persíu ekki ætluð bókmennt en hún fékk þó að vera áheyrandi að trúarbragðakennslu föður síns sem var múlla (kenndi íslamska guðfræði), að því tilskyldu að hún væri falin bak við tjald. Fjórtán ára var hún gefin í hjónaband en eiginmaðurinn sætti sig aldrei við framferði hennar eða skoðanir, hvorki varðandi stöðu kvenna né í trúmálum, hann skildi við hana og meinaði henni að hitta börnin sín. Tahirih notaði hvert tækifæri til að tala um réttindi og stöðu kvenna. Þegar hún steig það afdrifaríka skref að taka niður blæjuna á fundi og fyrir framan karlmenn olli það svo miklu uppnámi að einn fundargesta svipti sig lífi en Thahirih galt fyrir baráttu sína með áralöngu stofufangelsi og á endanum með lífi sínu. Árið 1852 var hún kyrkt með slæðunni sinni og líkinu fleygt. Baráttukonan vissi vel að hverju hún gekk og eftirminnileg eru orð hennar: „Þið getið drepið mig þegar ykkur þóknast en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Á síðari árum hefur saga Tahirih spurst út á Vesturöndum og orðið fólki innblástur. Má m.a. nefna lögfræðifyrirtækið Tahirih Justice Center sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð konum og stúlkum sem eru innflytjendur í Bandaríkjunum til að verja þær gagnvart hvers kyns ofbeldi og órétti en reynir einnig að beita sér í stefnumótun um málefni kvenna. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ég fékk í hendur bókina Áfram konur, þar sem hlutur Tahirih í mannkynssögunni er kynntur fyrir almennum lesendum, skuli berast þær fréttir af konu í heimalandi hennar Íran, mannréttindalögfræðingnum Nasri Sotoudeh, að hún hafi verið dæmd til 148 svipuhögga og 38 ára fangelsisvistar. Og fyrir hvað? Jú ekki síst fyrir að berjast gegn þeirri lagaskyldu að konur skuli bera slæðu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun