Handbolti

Úlnliðurinn á Uwe er engum líkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Uwe Gensheimer faðmar Arnór Gunnarsson á HM í janúar.
Uwe Gensheimer faðmar Arnór Gunnarsson á HM í janúar. Vísir/Getty

Þýski handboltamaðurinn Uwe Gensheimer hefur lengi verið í hópi með Guðjóni Val Sigurðssyni sem einn af bestu vinstri hornamönnum heims.

Uwe Gensheimer er frábær hornamaður og það eru líka fáir handboltamenn í heiminum sem búa yfir annarri eins skottækni og þessi 32 ára Þjóðverji.

Uwe Gensheimer hefur einstakan úlnlið sem hann getur oft framkallað galdra í skotum sínum.

Þetta sýndi hann nýverið í þessu myndbandi hér fyrir neðan.Uwe Gensheimer spilar nú með franska liðinu Paris Saint-Germain en eftir þetta tímabil mun hann snúa aftur heim til Rhein-Neckar Löwen. Í staðinn mun franska liðið fá Guðjón Val Sigurðsson til sín.

Uwe Gensheimer hefur orðið meistari þrjú ár í röð með liði sínu, hann varð þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen 2016 og hefur síðan unnið franska titilinn með Paris Saint-Germain undanfarin tvö ár.

Parísarliðið er á toppnum í frönsku deildinni eins og staðan er núna og Uwe Gensheimer því á góðri leið að vinna meistaratitil fjórða árið í röð. Gensheimer hefur skorað 4,7 mörk að meðaltali með PSG í frönsku deildinni í vetur.

Gensheimer hefur enn fremur skorað 809 mörk í 170 landsleikjum fyrir Þýskaland sem gera 4,8 mörk að meðaltali í leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.