Handbolti

Úlnliðurinn á Uwe er engum líkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Uwe Gensheimer faðmar Arnór Gunnarsson á HM í janúar.
Uwe Gensheimer faðmar Arnór Gunnarsson á HM í janúar. Vísir/Getty
Þýski handboltamaðurinn Uwe Gensheimer hefur lengi verið í hópi með Guðjóni Val Sigurðssyni sem einn af bestu vinstri hornamönnum heims.

Uwe Gensheimer er frábær hornamaður og það eru líka fáir handboltamenn í heiminum sem búa yfir annarri eins skottækni og þessi 32 ára Þjóðverji.

Uwe Gensheimer hefur einstakan úlnlið sem hann getur oft framkallað galdra í skotum sínum.

Þetta sýndi hann nýverið í þessu myndbandi hér fyrir neðan.



Uwe Gensheimer spilar nú með franska liðinu Paris Saint-Germain en eftir þetta tímabil mun hann snúa aftur heim til Rhein-Neckar Löwen. Í staðinn mun franska liðið fá Guðjón Val Sigurðsson til sín.

Uwe Gensheimer hefur orðið meistari þrjú ár í röð með liði sínu, hann varð þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen 2016 og hefur síðan unnið franska titilinn með Paris Saint-Germain undanfarin tvö ár.

Parísarliðið er á toppnum í frönsku deildinni eins og staðan er núna og Uwe Gensheimer því á góðri leið að vinna meistaratitil fjórða árið í röð. Gensheimer hefur skorað 4,7 mörk að meðaltali með PSG í frönsku deildinni í vetur.

Gensheimer hefur enn fremur skorað 809 mörk í 170 landsleikjum fyrir Þýskaland sem gera 4,8 mörk að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×