Handbolti

KA/Þór lagði Íslandsmeistarana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martha Hermannsdóttir
Martha Hermannsdóttir vísir/daníel

KA/Þór vann tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu á Akureyri í kvöld. Fram var með eins marks forskot í hálfleik.

Heimakonur byrjuðu leikinn betur og voru 8-5 yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Fram komst hins vegar betur inn í leikinn eftir því sem leið á og komu gestirnir sér yfir 15-14 í hálfleik.

Í seinni hálfleik varði Olgica Andrijasevic vel í marki KA/Þórs og þær komust yfir um miðjan seinni hálfleik 23-22.

KA/Þór hélt forskotinu út leikinn og vann sterkan sigur á meisturunum.

Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs og skoraði 10 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.