Handbolti

Óðinn markahæstur í tapi fyrir Kiel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn í leik með FH á síðasta tímabili
Óðinn í leik með FH á síðasta tímabili vísir/vilhelm
Kiel hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag í EHF bikarnum í handbolta í dag.

Gestirnir frá Kiel byrjuðu betur enn Óðinn Þór Ríkharðsson kom heimamönnum yfir í fyrsta skipti í stöðunni 4-3 á áttundu mínútu leiksins.

Jafnt var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að hafa forystuna. Í hálfleik var staðan 11-10 fyrir gestina frá Þýskalandi.

Upphaf seinni hálfleiks þróaðist eins og í fyrri hálfleik en þegar um tíu mínútur voru eftir hrundi leikur GOG og Kiel skoraði fimm mörk í röð.

Þar var sigrinum náð, lokastaðan 22-26 fyrir Kiel.

Óðinn var markahæstur í liði GOG með sex mörk en Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í leikmannahóp Kiel.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru því enn ósigraðir með fullt hús á toppi D-riðils eftir fjóra leiki. GOG er með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×