Kjarapakki Eyþór Arnalds skrifar 5. mars 2019 07:00 Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldnalandið verði skipulagt undir hagstætt húsnæði, stofnanir og fyrirtæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur lækkað húsnæðiskostnað nýbyggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitarfélögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verðtryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokkur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem flestir í borgarstjórn sameinist um þennan kjarapakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldnalandið verði skipulagt undir hagstætt húsnæði, stofnanir og fyrirtæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur lækkað húsnæðiskostnað nýbyggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitarfélögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verðtryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokkur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem flestir í borgarstjórn sameinist um þennan kjarapakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar