Handbolti

Stórsigur hjá Björgvin og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019. vísir/getty
Danmerkurmeistarar Skjern unnu stórsigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Gestirnir í Nordsjælland hengu í heimamönnum lengst framan af en undir lok fyrri hálfleiks steig Skjern á bensíngjöfina og í hálfleik var staðan orðin 18-9 fyrir Skjern.

Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins og þá var endanlega úti um leikinn. Þegar upp var staðið var staðan 36-22 fyrir Skjern.

Björgvin Páll Gústafsson varði fimm skot í marki Skjern en hann og Emil Nielsen skiptu leiktímanum nokkuð jafnt á milli sín. Þess að auki setti Björgvin þó þrjú mörk í mark andstæðinganna.

Skjern er í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði GOG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×