Handbolti

Álaborg á toppinn og stórleikur Ólafs dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi skoraði þrjú í kvöld.
Ómar Ingi skoraði þrjú í kvöld. vísir/getty
Álaborg er komið á toppinn í Danmörku eftir sjö marka sigur á Lemvig-Thyboren í kvöld. Lokatölur urðu 36-29 eftir að Álaborg var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18-14.

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon skoruðu báðir þrjú mörk. Ómar Ingi lagði upp sex mörk en Janus eitt. Álaborg er með eins stigs forskot á GOG á toppi deildarinnar.

Í sömu deild átti Ólafur Gústafsson stórleik fyrir KIF Kolding sem er í næst neðsta sæti. Ólafur skoraði átta mörk er Kolding tapaði, 33-30, fyrir Bjerringbro á útvielli.

Íslendingaliðið Kristianstad tapaði óvænt gegn Malmö á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni kvöld, 27-24, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur hjá Kristianstad í kvöld og hann skoraði fimm mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði tvö og Arnar Freyr Arnarsson einnig.

Aron Pálmarsson var ekki með Barcelona sem rúllaði yfir Benidorm, 43-26, í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en þeir eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir 21 leik.

Það var misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Austurríki. West Wien tapaði 30-24 fyrir HC Hard á útivelli en West Wien er með fjórtán stig í úrslitakeppninni um meistaratitilinn.

Ísak Rafnsson og félagar í Tirol unnu þriggja marka sigru á SC Kelag Ferlach, 26-23, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 14-12. Tirol er með þrjá sigra í fyrstu fimm leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×