Handbolti

Lovísa: Ótrúlega gaman að vera í Val

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Lovísa fagnar í dag.
Lovísa fagnar í dag. vísir/bára
Lovísa Thompson var frábær í liði Vals sem varð bikarmeistari í handbolta kvenna í dag er liðið hafði betur gegn Fram.

„Þetta er bara algjörlega frábært,” sagði Lovísa Thompson leikmaður Vals um hvernig væri að verða bikarmeistari

Lovísa kom í Val í sumar eftir að hafa spilað allan ferillinn í Gróttu þar áður. Lovísa er mjög ánægð með hvernig það hefur gengið að komast inn í Valsliðið.

„Það er bara ótrúlega gaman að vera í Val. Ég elska þetta lið. Þær tóku mér með opnum örmum frá byrjun og ég nýt þess á hverjum degi að fá að vera með þeim í liði.”

„Við höfðum trú á þessu allan tímann. Við vorum geggjaðar frá því í byrjun. Það sást í byrjun í hvað stemmdi í leiknum. Við erum búnar að tapa fyrir þeim tvisvar í vetur og það frábært að geta unnið þær í dag.”

Lovísa er búin að spila með buff í síðustu leikjum. Hún vill meina að þetta buff sé lukkubuff fyrir sig.

„Ég er búinn að klippa þetta svo þetta er eins og hárband. En þetta er smá lukkubuff hjá mér. Við unnum svo þetta virkaði allavega í dag.”

Valur og Fram eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og því eru ágætis líkur á að liðin munu mætast í úrslitakeppninni. Lovísa var samt ekki byrjuð að spá svona langt fram í tímann.

„Ég er nú ekki komin þangað strax. Það er strax leikur á þriðjudaginn á móti KA. Það er bara alltaf gaman að keppa á móti öllum þessum góðu liðum. Það er bara almennt geggjað í handbolta.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×