Laun bankastjóra Íslandsbanka ekki leiðandi að mati stjórnar bankans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 10:25 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér. Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira