Þegar þeim sýnist Aron Leví Beck skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Nýverið sendu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá sér frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Ef frumvarpið verður samþykkt þá tekur Alþingi skipulagsvaldið frá Reykjavík á stóru svæði í Kvosinni en Reykjavíkurborg á tæplega helming eigna á þessu tiltekna svæði. Alþingislóðin er um 18,5 prósent af svæðinu og þá eru rúm 35 prósent lóða í einkaeigu. Þannig er lóð Alþingis einungis tæpur fimmtungur af því svæði sem lagt er til að tekið verði undan skipulags- og byggingarvaldi Reykjavíkurborgar. Þetta sendir mjög slæm skilaboð til allra sveitarfélaga á Íslandi. Ákveðnum aðilum í þinginu finnst borgin ekki vinna hlutina nákvæmlega eins og þeir sjálfir myndu gera en byggja svo mál sitt á litlum sem engum rökum. Að Alþingi geti komið og hrifsað skipulagsvald af sveitarfélögum þegar þeim sýnist er grafalvarlegt mál. Ég held að þetta endurspegli öðru fremur yfirgripsmikla vanþekkingu á skipulagsmálum. Í stjórnarskránni er talað um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og að skipulags- og mannvirkjamál séu almennt í höndum sveitarfélaga. Ég sé ekki hvernig þetta tiltekna svæði eigi að lúta öðrum lögmálum og fá einhverja sérmeðferð. Þetta eykur flækjustig og er aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Breytingar á skipulagsvaldi í tilteknum málum – til þess einfaldlega að koma sínum málum áfram – eru hvorki fagleg né lýðræðisleg vinnubrögð. Ef frumvarpið verður að lögum er um að ræða verulegt inngrip ríkisins í skipulagsvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisf lokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál í borgarráði. Ef það er eitthvað sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn hafa alltaf verið sammála um þá er það að standa vörð um skipulagsvald. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Aron Leví Beck Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið sendu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá sér frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Ef frumvarpið verður samþykkt þá tekur Alþingi skipulagsvaldið frá Reykjavík á stóru svæði í Kvosinni en Reykjavíkurborg á tæplega helming eigna á þessu tiltekna svæði. Alþingislóðin er um 18,5 prósent af svæðinu og þá eru rúm 35 prósent lóða í einkaeigu. Þannig er lóð Alþingis einungis tæpur fimmtungur af því svæði sem lagt er til að tekið verði undan skipulags- og byggingarvaldi Reykjavíkurborgar. Þetta sendir mjög slæm skilaboð til allra sveitarfélaga á Íslandi. Ákveðnum aðilum í þinginu finnst borgin ekki vinna hlutina nákvæmlega eins og þeir sjálfir myndu gera en byggja svo mál sitt á litlum sem engum rökum. Að Alþingi geti komið og hrifsað skipulagsvald af sveitarfélögum þegar þeim sýnist er grafalvarlegt mál. Ég held að þetta endurspegli öðru fremur yfirgripsmikla vanþekkingu á skipulagsmálum. Í stjórnarskránni er talað um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og að skipulags- og mannvirkjamál séu almennt í höndum sveitarfélaga. Ég sé ekki hvernig þetta tiltekna svæði eigi að lúta öðrum lögmálum og fá einhverja sérmeðferð. Þetta eykur flækjustig og er aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Breytingar á skipulagsvaldi í tilteknum málum – til þess einfaldlega að koma sínum málum áfram – eru hvorki fagleg né lýðræðisleg vinnubrögð. Ef frumvarpið verður að lögum er um að ræða verulegt inngrip ríkisins í skipulagsvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisf lokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál í borgarráði. Ef það er eitthvað sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn hafa alltaf verið sammála um þá er það að standa vörð um skipulagsvald. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar