Tölum um #samræmd próf Ragnar Þór Pétursson skrifar 27. febrúar 2019 10:30 Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir samráð um breytinga á lögum um menntun kennara. Þegar þetta er skrifað hafa fimm athugasemdir borist í samráðsgátt. Til samanburðar hafa borist átta athugasemdir um nýtt frumvarp um dýrasjúkdóma og þrettán athugasemdir um breytingu á byggingareglugerð. Með fullri virðingu fyrir dýrasjúkdómum og byggingareglugerðum þá vona ég að niðurstaðan verði sú að áhugi á fyrirkomulagi kennaramenntunar sé eitthvað meiri en á þessum málum. Á sama tíma eru athugasemdir um breytingu klukkunnar eru orðnar 1274! Að því sögðu langar mig að gera samræmd próf að umtalsefni. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið hópur að störfum við að skoða framkvæmd, tilgang og uppbyggingu samræmdra prófa. Ég reikna með að hópurinn skili fljótlega af sér skýrslu. Það væri afar æskilegt ef þeirri skýrslu yrði mætt með öflugri, faglegri umræðu. Ég var svo heppinn að fá að koma í mýflugumynd að vinnunni þegar ég var í fjölbreyttum hópi skólafólks sem hittist á vinnufundi til að ræða nokkrar grundvallarspurningar um samræmd próf. Nú hef ég verið býsna gagnrýninn í garð prófanna en það kom á óvart að niðurstöður flestra á fundinum voru býsna afgerandi og nánast samhljóða. Miðað við vinnufundinn telur skólafólk á íslandi að samræmd próf hafi að mestu leyti gengið sér til húðar. Þau mæli ekki vel það sem þeim er ætlað að mæla og þau skapi ýmsa óheilbrigða hvata í íslensku skólakerfi. Að því sögðu tóku margir undir mikilvægi þess að til staðar séu traustir mælikvarðar á gæði íslensks skólastarfs. Því er auðvitað að einhverju leyti mætt með innra og ytra mati á skólastarfi (þannig á það allavega að vera) en það kann vel að vera að skólastarf græddi á því að til væru mælitæki sem kennarar gætu markvisst beitt í starfi sínu. Ég hef heyrt ýmsa kennara kalla á slíkt og slíkar hugmyndir svifu yfir vötnum á vinnufundinum einnig. Hugleiðum augnablik þversögina milli samræmdra prófa og lesferilsprófanna. Annað er skylda, hitt ekki. Umtalsvert fleiri börn taka samt lesferilspróf en fara í samræmd próf! Ég geri ráð fyrir að á því kunni að vera þrjár málefnalegar skýringar. Í fyrsta lagi er eflaust stærri hópur sem erindi á í lesferilspróf en samræmd próf. Í öðru lagi hafa skólastjórnendur og skólayfirvöld víða þrýst á um að lesferill sé notaður. Í þriðja lagi (og þetta er atriði sem er allrar virðingar vert) vill fjöldi kennara hafa áreiðanlega mæla til að sjá framfarir í lestri. Ef lesferli er rétt beitt getur hann orðið öflugt hjálpartæki í verkfærakistu faglegs kennara. Auðvitað er lesferilspróf ekki gallalaust.Öflugur fagmaður veit samt hvað prófið gerir ekki. Prófin eru einfaldlega píptest í lestri. Nemendur lesa eins hratt og þeir mögulega geta án þess að sprengja sig í dálítinn tíma. Ef þeim gengur vel eru ákveðin tækniatriði lestrar væntanlega í góðu lagi. Hættan við svona próf er sú að fólk leggi á þau of mikla áherslu. Það er hvorki æskilegt né eðlilegt að þjálfa upp kynslóð sem les með þeim hætti sem lesferilsprófin gera kröfu um. Þau mæla hvorki áheyrileika né túlkun. Á báðum jöðrum hraðakvarðans er lesturinn afskræmdur. Það er algert grundvallaratriði að öðrum þáttum lestrar sé sinnt samhliða og með fram hraðlestri. Sé kennari meðvitaður um þetta getur ferillinn verið gott tæki. Á umræðufundi um samræmd próf var það sjónarmið mest áberandi að lesferillinn væri dæmi um tiltölulega vel heppnað matstæki á meðan samræmdu prófin í núverandi mynd væru slæmt matstæki. Á flestum borðum var áherslan sú að Menntamálastofnun skyldi framleiða fjölbreytt matstæki sem kennarar gætu beitt í störfum sínum – og að leggja skyldi samræmd próf í núverandi mynd niður. Með þetta veganesti tók starfshópurinn til starfa og ég veit ekki betur en að hann eigi að skila af sér hvað úr hverju. Það verður spennandi að sjá hvaða tillögur hópurinn leggur fram og hversu djarfar þær verða. Hópurinn er að sjálfsögðu ekki bundinn af tillögum vinnufundarins – en persónulega bind ég við hann töluverðar vonir. Í öllu falli verða tillögurnar að fá þróttmikla umfjöllun í samfélaginu. Ég segi kannski ekki að þær þurfa að verða jafn fyrirferðarmiklar og þrasið um breytingu klukkunnar – en fjandakornið ef umræða um dýrasjúkdóma og reglugerðarbreytingar í byggingariðnaði skákar faglegri umræðu um menntamál. Þá erum við býsna illa stödd.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir samráð um breytinga á lögum um menntun kennara. Þegar þetta er skrifað hafa fimm athugasemdir borist í samráðsgátt. Til samanburðar hafa borist átta athugasemdir um nýtt frumvarp um dýrasjúkdóma og þrettán athugasemdir um breytingu á byggingareglugerð. Með fullri virðingu fyrir dýrasjúkdómum og byggingareglugerðum þá vona ég að niðurstaðan verði sú að áhugi á fyrirkomulagi kennaramenntunar sé eitthvað meiri en á þessum málum. Á sama tíma eru athugasemdir um breytingu klukkunnar eru orðnar 1274! Að því sögðu langar mig að gera samræmd próf að umtalsefni. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið hópur að störfum við að skoða framkvæmd, tilgang og uppbyggingu samræmdra prófa. Ég reikna með að hópurinn skili fljótlega af sér skýrslu. Það væri afar æskilegt ef þeirri skýrslu yrði mætt með öflugri, faglegri umræðu. Ég var svo heppinn að fá að koma í mýflugumynd að vinnunni þegar ég var í fjölbreyttum hópi skólafólks sem hittist á vinnufundi til að ræða nokkrar grundvallarspurningar um samræmd próf. Nú hef ég verið býsna gagnrýninn í garð prófanna en það kom á óvart að niðurstöður flestra á fundinum voru býsna afgerandi og nánast samhljóða. Miðað við vinnufundinn telur skólafólk á íslandi að samræmd próf hafi að mestu leyti gengið sér til húðar. Þau mæli ekki vel það sem þeim er ætlað að mæla og þau skapi ýmsa óheilbrigða hvata í íslensku skólakerfi. Að því sögðu tóku margir undir mikilvægi þess að til staðar séu traustir mælikvarðar á gæði íslensks skólastarfs. Því er auðvitað að einhverju leyti mætt með innra og ytra mati á skólastarfi (þannig á það allavega að vera) en það kann vel að vera að skólastarf græddi á því að til væru mælitæki sem kennarar gætu markvisst beitt í starfi sínu. Ég hef heyrt ýmsa kennara kalla á slíkt og slíkar hugmyndir svifu yfir vötnum á vinnufundinum einnig. Hugleiðum augnablik þversögina milli samræmdra prófa og lesferilsprófanna. Annað er skylda, hitt ekki. Umtalsvert fleiri börn taka samt lesferilspróf en fara í samræmd próf! Ég geri ráð fyrir að á því kunni að vera þrjár málefnalegar skýringar. Í fyrsta lagi er eflaust stærri hópur sem erindi á í lesferilspróf en samræmd próf. Í öðru lagi hafa skólastjórnendur og skólayfirvöld víða þrýst á um að lesferill sé notaður. Í þriðja lagi (og þetta er atriði sem er allrar virðingar vert) vill fjöldi kennara hafa áreiðanlega mæla til að sjá framfarir í lestri. Ef lesferli er rétt beitt getur hann orðið öflugt hjálpartæki í verkfærakistu faglegs kennara. Auðvitað er lesferilspróf ekki gallalaust.Öflugur fagmaður veit samt hvað prófið gerir ekki. Prófin eru einfaldlega píptest í lestri. Nemendur lesa eins hratt og þeir mögulega geta án þess að sprengja sig í dálítinn tíma. Ef þeim gengur vel eru ákveðin tækniatriði lestrar væntanlega í góðu lagi. Hættan við svona próf er sú að fólk leggi á þau of mikla áherslu. Það er hvorki æskilegt né eðlilegt að þjálfa upp kynslóð sem les með þeim hætti sem lesferilsprófin gera kröfu um. Þau mæla hvorki áheyrileika né túlkun. Á báðum jöðrum hraðakvarðans er lesturinn afskræmdur. Það er algert grundvallaratriði að öðrum þáttum lestrar sé sinnt samhliða og með fram hraðlestri. Sé kennari meðvitaður um þetta getur ferillinn verið gott tæki. Á umræðufundi um samræmd próf var það sjónarmið mest áberandi að lesferillinn væri dæmi um tiltölulega vel heppnað matstæki á meðan samræmdu prófin í núverandi mynd væru slæmt matstæki. Á flestum borðum var áherslan sú að Menntamálastofnun skyldi framleiða fjölbreytt matstæki sem kennarar gætu beitt í störfum sínum – og að leggja skyldi samræmd próf í núverandi mynd niður. Með þetta veganesti tók starfshópurinn til starfa og ég veit ekki betur en að hann eigi að skila af sér hvað úr hverju. Það verður spennandi að sjá hvaða tillögur hópurinn leggur fram og hversu djarfar þær verða. Hópurinn er að sjálfsögðu ekki bundinn af tillögum vinnufundarins – en persónulega bind ég við hann töluverðar vonir. Í öllu falli verða tillögurnar að fá þróttmikla umfjöllun í samfélaginu. Ég segi kannski ekki að þær þurfa að verða jafn fyrirferðarmiklar og þrasið um breytingu klukkunnar – en fjandakornið ef umræða um dýrasjúkdóma og reglugerðarbreytingar í byggingariðnaði skákar faglegri umræðu um menntamál. Þá erum við býsna illa stödd.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun