Handbolti

Botnbaráttuslagnum frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lið KA/Þórs komst ekki suður í dag.
Lið KA/Þórs komst ekki suður í dag. Vísir/Daníel Þór

Viðureign HK og KA/Þórs í Olís-deild kvenna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.

Rúta með liði KA/Þórs lagði af stað frá Akureyri í morgun en varð að snúa við vegna slæmra skilyrða.

Leikurinn átti einnig að vera í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 en þess í stað verður viðureign Fram og ÍBV sýnd. Sá leikur hefst klukkan 18.30 en bein útsending hefst tíu mínútum fyrr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.