Dagur leikskólans – dagurinn okkar allra Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 17:29 Læsi er meira en stafa staut og stagl um forsetningar Það er lífsins langa þraut að læra um tilfinningar.Svo kvað Kolbrún Vigfúsdóttir árið 2012 í tilefni af ráðstefnu um mikilvægi læsis í leikskólastarfi. Mikilvægi leikskólans í okkar samfélagi er ótvírætt og leikskólinn gegnir margvíslegu hlutverki. Hann er menntastofnun þar sem börn hafa frelsi til að skapa og læra gegnum leik, þroska sig félagslega í öruggu og umhyggjusömu umhverfi og ná tökum á mögnuðum þáttum náms, þroska og tilfinningagreindar á viðkvæmum mótunarárum. Leikskólinn hefur annað mikilvægt hlutverk sem er að tryggja jafnræði til náms og þroska, öryggis og umhyggju. Samfélag sem tryggir öllum börnum óháð efnahag, uppruna og aðstæðum góða leikskóla má vera stolt af því. Eitt er það hlutverk sem fer kannski mest fyrir í umræðunni á degi hverjum, og það er þjónustuhlutverk leikskólans. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, foreldrar ungra barna treysta mjög á þjónustu leikskólans enda atvinnuþátttaka mikil og hraðinn í nútímasamfélagi stundum meiri en góðu hófi gegnir. Við skulum þó ekki vanmeta eða vanrækja að ræða saman um menntunar- og félagslegt hlutverk leikskólans. Að vel takist til þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, dýrmætara en allt annað.Vettvangur vinabanda – leikvöllur reynslunnarÍ leikskólanum læra málestur margra þáttaeigin skilning, annars ráðeinnig leið til sátta. Hér er önnur kjarnyrt vísa úr smiðju Kolbrúnar Vigfúsdóttur sem segir ótalmargt um daglegt starf leikskólabarna. Í leikskólanum leggja börn grunn að félagsþroska sínum, þar myndast fyrstu vinaböndin, þar læra börn að skilja hvert annað, þrefa, sættast, ærslast, leika sér, gleyma sér, byggja upp, uppgötva og tilheyra hópi. Þetta eru ekki litlir áfangar, þeir eru hver um sig umfangsmiklir og leggja grunn að öllu því sem ein manneskja þarf síðar að takast á við, í stórum og smáum lífsverkefnum. Við vitum sífellt meira um það hvað fyrstu árin í lífi manneskjunnar eru óendanlega mikilvæg, hver króna, kraftur og atbeina sem lögð eru í starf leikskólanna fáum við margfalt til baka. Námsumhverfi leikskólans er fjölbreytt og býður upp á ótal tækifæri til rannsókna og uppgötvana, á forsendum barnanna sjálfra og með virkri þátttöku þeirra. „Þetta mannlega, það eru störf framtíðarinnar“ Þessi góðu orð lét Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við Háskólann á Akureyri falla, í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Torfa Jónassonar um menntun og framtíðina. Í heimi sem breytist hratt er augljóst að mörg störf munu taka miklum breytingum, jafnvel hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Á Íslandi hefur lengi verið skortur á leikskólakennurum. Það er verulegt áhyggjuefni þó gleðilegt sé að umsóknum hafi fjölgað síðastliðið haust. Leikskólakennarastarfið er skapandi starf sem er í örri þróun en fullyrða má að fáar stéttir fái jafn jákvæða endurgjöf frá umhverfinu og leikskólakennarar. Þannig svöruðu um 96% reykvískra foreldra árið 2017 því til að þeir væru ánægðir með leikskóla barna sinna. Leikskólakennarastarfið mun halda áfram að þróast og breytast en það mun halda velli, sama hvernig vindar blása. Hinn mannlegi þáttur uppeldis og menntunar verður alla tíð mikilvægur, hugsanlega enn mikilvægari sé litið til þeirrar fjölþættu hæfni sem fólk verður að búa yfir til að öðlast farsæld og njóta velgengni í breyttum heimi. Leikskólinn er ótvírætt ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags, óháð því hvort við eigum börn eða barnabörn á leikskólaaldri. Ég óska því okkur öllum til hamingju með dag leikskólans –hann er dagurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Læsi er meira en stafa staut og stagl um forsetningar Það er lífsins langa þraut að læra um tilfinningar.Svo kvað Kolbrún Vigfúsdóttir árið 2012 í tilefni af ráðstefnu um mikilvægi læsis í leikskólastarfi. Mikilvægi leikskólans í okkar samfélagi er ótvírætt og leikskólinn gegnir margvíslegu hlutverki. Hann er menntastofnun þar sem börn hafa frelsi til að skapa og læra gegnum leik, þroska sig félagslega í öruggu og umhyggjusömu umhverfi og ná tökum á mögnuðum þáttum náms, þroska og tilfinningagreindar á viðkvæmum mótunarárum. Leikskólinn hefur annað mikilvægt hlutverk sem er að tryggja jafnræði til náms og þroska, öryggis og umhyggju. Samfélag sem tryggir öllum börnum óháð efnahag, uppruna og aðstæðum góða leikskóla má vera stolt af því. Eitt er það hlutverk sem fer kannski mest fyrir í umræðunni á degi hverjum, og það er þjónustuhlutverk leikskólans. Að mörgu leyti er það skiljanlegt, foreldrar ungra barna treysta mjög á þjónustu leikskólans enda atvinnuþátttaka mikil og hraðinn í nútímasamfélagi stundum meiri en góðu hófi gegnir. Við skulum þó ekki vanmeta eða vanrækja að ræða saman um menntunar- og félagslegt hlutverk leikskólans. Að vel takist til þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, dýrmætara en allt annað.Vettvangur vinabanda – leikvöllur reynslunnarÍ leikskólanum læra málestur margra þáttaeigin skilning, annars ráðeinnig leið til sátta. Hér er önnur kjarnyrt vísa úr smiðju Kolbrúnar Vigfúsdóttur sem segir ótalmargt um daglegt starf leikskólabarna. Í leikskólanum leggja börn grunn að félagsþroska sínum, þar myndast fyrstu vinaböndin, þar læra börn að skilja hvert annað, þrefa, sættast, ærslast, leika sér, gleyma sér, byggja upp, uppgötva og tilheyra hópi. Þetta eru ekki litlir áfangar, þeir eru hver um sig umfangsmiklir og leggja grunn að öllu því sem ein manneskja þarf síðar að takast á við, í stórum og smáum lífsverkefnum. Við vitum sífellt meira um það hvað fyrstu árin í lífi manneskjunnar eru óendanlega mikilvæg, hver króna, kraftur og atbeina sem lögð eru í starf leikskólanna fáum við margfalt til baka. Námsumhverfi leikskólans er fjölbreytt og býður upp á ótal tækifæri til rannsókna og uppgötvana, á forsendum barnanna sjálfra og með virkri þátttöku þeirra. „Þetta mannlega, það eru störf framtíðarinnar“ Þessi góðu orð lét Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við Háskólann á Akureyri falla, í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Torfa Jónassonar um menntun og framtíðina. Í heimi sem breytist hratt er augljóst að mörg störf munu taka miklum breytingum, jafnvel hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Á Íslandi hefur lengi verið skortur á leikskólakennurum. Það er verulegt áhyggjuefni þó gleðilegt sé að umsóknum hafi fjölgað síðastliðið haust. Leikskólakennarastarfið er skapandi starf sem er í örri þróun en fullyrða má að fáar stéttir fái jafn jákvæða endurgjöf frá umhverfinu og leikskólakennarar. Þannig svöruðu um 96% reykvískra foreldra árið 2017 því til að þeir væru ánægðir með leikskóla barna sinna. Leikskólakennarastarfið mun halda áfram að þróast og breytast en það mun halda velli, sama hvernig vindar blása. Hinn mannlegi þáttur uppeldis og menntunar verður alla tíð mikilvægur, hugsanlega enn mikilvægari sé litið til þeirrar fjölþættu hæfni sem fólk verður að búa yfir til að öðlast farsæld og njóta velgengni í breyttum heimi. Leikskólinn er ótvírætt ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags, óháð því hvort við eigum börn eða barnabörn á leikskólaaldri. Ég óska því okkur öllum til hamingju með dag leikskólans –hann er dagurinn okkar allra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar