City gerði lítið úr Chelsea og fór aftur á toppinn

Dagur Lárusson skrifar
Aguero hefur verið frábær í vetur.
Aguero hefur verið frábær í vetur. vísir/getty
Sergio Aguero skoraði þrennu annan leikinn í röð þegar Manchester City valtaði yfir Chelsea 6-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag.

 

Sergio Aguero skoraði þrennu gegn Arsenal um síðustu helgi og var svo sannarlega í stuði í dag, ásamt öllu City liðinu.

 

Liðsmenn City voru ekkert að tvínóna við hlutina, rétt eins og gegn Arsenal, og náðu forystunni strax á 3. mínútu leiksins en þá gaf Bernardo Silva fyrigjöf inná teig á Raheem Sterling sem þrumaði boltanum í netið.

 

Um tíu mínútu seinna tvöfaldaðist forysta City en þá fékk Sergio Aguero boltann fyrir utan teig og lét vaða og skoraði gjörsamlega geggjað mark. Nokkrum mínútum fyrr hafði Argentínumaðurinn klikkað á algjöru dauðafæri og því var hann ekki lengi að gera upp fyrir það.

 

Áfram héldu liðsmenn City að sækja og náðu þeir þriðja markinu sex mínútum seinna og var það aftur Aguero sem skoraði eftir hræðileg mistök Ross Barkley. Aftur voru liðsmenn City ekkert að bíða með að skora næsta mark því það kom á 25. mínútu en þá var það Ilkay Gundogan sem skoraði með marki fyrir utan teig og var staðan 4-0 í hálfleiknumþ

 

Maurizio Sarri var ekki á þeim buxunum að gera neinar breytingar í hálfleiknum og því voru ekki miklar breytingar á gangi mála í seinni hálfleiknum. Fyrst náði Sergio Aguero að fullkomna þrennu sína, annan leikinn í röð, áður en Raheem Sterling skoraði sitt annað mark. Lokatölur 6-0, hvorki meira né minna.

 

Eftir leikinn er Manchester City aftur komið á toppinn með 65 stig en með betra markahlutfall heldur en Liverpool. Liverpool á þó leik til góða.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira