Erfiður skóli en ungt lið Íslands mun njóta góðs af reynslunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Guðmundur fer yfir málin með Elvari í gær. NORDICPHOTOS/EPA Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira