Að barma sér Haukur Örn Birgisson skrifar 22. janúar 2019 11:00 Ég var eitt sinn staddur á hóteli í Svíþjóð þar sem megnið af herbergjunum hafði verið leigt af moldríkum Bandaríkjamanni. Blessaður maðurinn var víst eitthvað viðkvæmur fyrir nekt og hafði því beðið hótelið um að hylja öll málverk sem bæru slíkan ófögnuð. Hvít blöð voru límd yfir geirvörtur verkanna svo maðurinn gæti gengið öruggur um gistirýmið, laus við klámið. „Að hótelið skuli láta þetta eftir honum,“ sagði einhver gestur og við hin hlógum að vitleysunni. Ég hélt að þessi maður væri orðinn viðskiptavinur Seðlabankans þegar ég las fréttir síðustu viku. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal, einn af meisturum íslenskrar myndlistar, hafa nú verið fjarlægð þar sem þau sýna kvenmannsbrjóst. Starfsmaður mun hafa kvartað. Stundum finnst mér eins og ég sé staddur í Fóstbræðraþætti. Fórnarlambavæðingin er í herskárri sókn og alltaf kemur einhver vitleysa sem toppar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörðunarvaldið þora ekki öðru en að elta ruglið til að sýna meintum „þolendum“ nærgætni. Við hringsnúumst í rétttrúnaðarruglinu og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Einn daginn missum við okkur yfir því að sundlaugarvörður vísi berbrjósta konu úr lauginni eða kvartað sé yfir brjóstagjöf á almannafæri. Þá spretta fram hálfnaktar konur, arkandi að Austurvelli undir slagorðinu FreeTheNipple. Næsta dag eru klassísk málverk fjarlægð af veggjum opinberra stofnanna. Það er vandlifað. Á tímum sem þessum leitar hugur manns til starfsmanna Louvre-safnsins, sem hljóta að líða vítiskvalir innan um kviknaktar marmarastyttur Forn-Grikkja og klámfengin málverk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt ofan í geymslu, áður en tjón hlýst af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég var eitt sinn staddur á hóteli í Svíþjóð þar sem megnið af herbergjunum hafði verið leigt af moldríkum Bandaríkjamanni. Blessaður maðurinn var víst eitthvað viðkvæmur fyrir nekt og hafði því beðið hótelið um að hylja öll málverk sem bæru slíkan ófögnuð. Hvít blöð voru límd yfir geirvörtur verkanna svo maðurinn gæti gengið öruggur um gistirýmið, laus við klámið. „Að hótelið skuli láta þetta eftir honum,“ sagði einhver gestur og við hin hlógum að vitleysunni. Ég hélt að þessi maður væri orðinn viðskiptavinur Seðlabankans þegar ég las fréttir síðustu viku. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal, einn af meisturum íslenskrar myndlistar, hafa nú verið fjarlægð þar sem þau sýna kvenmannsbrjóst. Starfsmaður mun hafa kvartað. Stundum finnst mér eins og ég sé staddur í Fóstbræðraþætti. Fórnarlambavæðingin er í herskárri sókn og alltaf kemur einhver vitleysa sem toppar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörðunarvaldið þora ekki öðru en að elta ruglið til að sýna meintum „þolendum“ nærgætni. Við hringsnúumst í rétttrúnaðarruglinu og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Einn daginn missum við okkur yfir því að sundlaugarvörður vísi berbrjósta konu úr lauginni eða kvartað sé yfir brjóstagjöf á almannafæri. Þá spretta fram hálfnaktar konur, arkandi að Austurvelli undir slagorðinu FreeTheNipple. Næsta dag eru klassísk málverk fjarlægð af veggjum opinberra stofnanna. Það er vandlifað. Á tímum sem þessum leitar hugur manns til starfsmanna Louvre-safnsins, sem hljóta að líða vítiskvalir innan um kviknaktar marmarastyttur Forn-Grikkja og klámfengin málverk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt ofan í geymslu, áður en tjón hlýst af.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun