Fyrirgefningin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra. Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð Báru Halldórsdóttur er augljós. Heiftin Miðflokksmanna í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólitískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og hætta ekki að vera það á barnum. Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda, jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra. Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við viðbrögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna. Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum, undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J. Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Halldórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja ekki fyrirgefa þeim. Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefningu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra. Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð Báru Halldórsdóttur er augljós. Heiftin Miðflokksmanna í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólitískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og hætta ekki að vera það á barnum. Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda, jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra. Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við viðbrögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna. Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum, undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J. Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Halldórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja ekki fyrirgefa þeim. Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefningu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun