Fyrirgefningin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra. Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð Báru Halldórsdóttur er augljós. Heiftin Miðflokksmanna í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólitískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og hætta ekki að vera það á barnum. Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda, jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra. Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við viðbrögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna. Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum, undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J. Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Halldórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja ekki fyrirgefa þeim. Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefningu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra. Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð Báru Halldórsdóttur er augljós. Heiftin Miðflokksmanna í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólitískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og hætta ekki að vera það á barnum. Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda, jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra. Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við viðbrögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna. Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum, undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J. Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Halldórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja ekki fyrirgefa þeim. Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefningu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun