Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 12:30 Aron Pálmarsson með verðlaun fyrir að vera kosinn maður leiksins á HM í Katar 2015. Vísir/EPA HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra. Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr — IHF (@ihf_info) January 9, 2019Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið. Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins. Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta. Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað. Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni. Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here! Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP — hummel (@hummel1923) January 10, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra. Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr — IHF (@ihf_info) January 9, 2019Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið. Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins. Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta. Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað. Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni. Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here! Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP — hummel (@hummel1923) January 10, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira