Allir græða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa venjulega nokkuð gaman af að monta sig af því þegar þeir fara fram úr öðrum þjóðum. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri staðreynd að þeir vinna meir en flestar nágrannaþjóðir þeirra. Vissulega er það svo að enginn þrífst verulega vel í iðjuleysi og vinnan göfgar manninn svo lengi sem hún er uppbyggileg. Þegar hún er orðin slítandi er alls ekkert göfugt við hana. Við búum í ríku samfélagi en ansi oft er eins og ætlast sé til þess að almenningur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróðinn eigi bara að vera fyrir útvalda. Ekki er heldur hugað að því í nógu ríkum mæli að breyta hlutum til batnaðar. Það er eins og talið sé að íslenska leiðin eigi að vera sú að gera almenningi lífið hæfilega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erfiðara er fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið, fjölmargir í þeim hópi eiga ekki annan kost en að hírast í foreldrahúsum langt fram á fullorðinsár eða fara á leigumarkað með þeim afarkostum sem því fylgja. Slíkt hlutskipti rýrir kjör fólks verulega. Til hvers eru svo stjórnmálamenn ef ekki einmitt til að leysa slíkan vanda? Það er hlutverk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því miður muna þeir það alltof sjaldan og taka sérhagsmuni áberandi oft fram yfir almannahag. Vinnuálag er annað mein í íslensku samfélagi. Þjóðin vinnur mikið en uppsker ekki í samræmi við það. Þetta eru tímar þegar æ fleiri líða vegna of mikils álags í vinnu. „Kulnun í starfi“ er ekki tilbúið hugtak sérfræðinga sem hafa unun af að gefa öllu sérstakt heiti, heldur mein sem margir á vinnumarkaði þekkja af eigin reynslu. Svo að segja allir þekkja síðan einstakling sem hefur að læknisráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann. Einmitt á þeim tíma þegar kulnun í starfi og vinnuálag er mjög til umræðu kemur hugmynd inn í kjaraviðræður sem er svo skynsamleg og líkleg til árangurs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um styttingu vinnuviku, án launaskerðingar. Slík breyting myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíðan og öryggi meðal starfsmanna og um leið gera þeim kleift að eiga aukinn frítíma fyrir fjölskyldu og áhugamál sín og njóta þannig lífsins í enn ríkara mæli en áður. Atvinnurekandinn ætti ekki að fyllast kvíða eða pirringi við tilhugsun um að vinnuvika starfsmanna hans styttist. Þar sem vinnuvikan hefur verið stytt hafa afköst starfsmanna aukist og þeir eru einnig ánægðari í vinnunni. Vellíðan starfsmanna á að skipta atvinnurekandann máli, ef hann lætur sér á sama standa um velferð þeirra þá er hann ekki sérlega vel heppnuð manngerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíðan í starfi er síðan að hafa vinnutíma sveigjanlegan, sé þess nokkur kostur. Stytting vinnuvikunnar verður vonandi að raunveruleika á þessu ári. Það, ásamt sveigjanlegum vinnutíma, er framfaraspor sem kemur öllum til góða. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en afar ánægjuleg, semsagt sú að allir græða.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun