Sérfræðingurinn: Fúll í fyrstu en orðinn nokkuð sáttur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2019 16:45 Ómar Ingi Magnússon sækir að marki Japan vísir/epa Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var fúll með frammistöðu Íslands strax að loknum sigrinum á Japan á HM í handbolta í dag en þegar á leið varð hann sáttari við leikinn enda Japan orðið gott lið í alþjóðahandboltanum. „Fyrstu viðbrögð þá var maður hálf fúll út í frammistöðuna, en þegar maður var búinn að settla þetta inn þá áttar maður sig á að Japanarnir eru bara drullu góðir.“ „Við þurftum að vinna og við unnum. Það voru margir sem voru að spila undir sínu besta og þegar maður var aðeins búinn að jafna sig þá var maður sáttari með þetta.“ Fyrirfram var ætlast til þess að íslenska liðið myndi taka sigur, og jafnvel nokkuð auðveldan, en japanska liðið er sterkt og stóð heillengi í Evrópumeisturum Spánverja fyrr í mótinu. „Það þarf að gefa hrós á Dag. Barein lendir fyrir ofan þá í Asíukeppninni, sem gefur sæti á HM, en í dag er Japan orðið miklu betra lið. Hann er að gera frábæra hluti og hann gerði bara næstum því allt sem þurfti.“ „Hann útfærði leikinn mjög vel og náði að stjórna hraðanum. Við bjuggumst kannski við svaka hraða frá Japan en hann ákvað halda tempóinu niðri. Japanir eru bara oðnir góðir í handbolta og þetta var erfiður leikur varnarlega, þeir eru úti um allt en við höldum þeim í 21 marki sem er gott.“ Björgvin og hornamennirnir bestirArnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins af mótshöldurumvísir/gettyÍslenska liðið átti sem áður segir ekkert sérstakan dag, en hverjir voru bestir að mati sérfræðingsins? „Mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] góður, við komum illa út úr hálfleiknum en hann náði að loka á nokkur hraðaupphlaup og varði alltaf reglulega einn og einn bolta.“ „Stefán Rafn kom frábær inn í þetta, báðir hornamennirnir Arnór og Stefán fannst mér mjög góðir. Útilínan var að ströggla allan leikinn. Varnarleikurinn var fínn þó ég hafi smá áhyggjur af miðjublokkinni, hún leit stundum illa út.“ „Maður var kannski að vonast eftir því að þeir væru komnir lengra. Það er erfitt að spila þessa vörn, maður er út um allt og þarf mikið að tala, það þarf mikið að æfa og þeir þurfa að vera mjög tengdir.“ „Með 21 mark er erfitt að setja út á varnarleikinn en þegar vörnin brást þá brást hún svolítið illa sem er smá áhyggjuefni.“ Úrslitaleikur upp á þriggja ára planiðÍsland á lokaleik í riðlinum við Makedóníu á morgun og er sá leikur algjör úrslitaleikur um sæti í milliriðli. Hver er tilfinningin fyrir þeim leik? „Við erum að fara í mjög skrýtinn leik held ég. Þeir spila nærri allan tímann 7 á 6 sem gerir þetta leiðinlegt á að horfa, spila hægt og eru skynsamir og leita að opnum færum. En gríðarlega mikilvægur leikur upp á þriggja ára planið hjá Gumma.“ „Að komast í milliriðlana, þó að við töpum öllu, þá græðum við miklu meira á að fara í þessar stóru þjóðir og fá leikina þar.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29 Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20 Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21 Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri. 16. janúar 2019 16:22 Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var fúll með frammistöðu Íslands strax að loknum sigrinum á Japan á HM í handbolta í dag en þegar á leið varð hann sáttari við leikinn enda Japan orðið gott lið í alþjóðahandboltanum. „Fyrstu viðbrögð þá var maður hálf fúll út í frammistöðuna, en þegar maður var búinn að settla þetta inn þá áttar maður sig á að Japanarnir eru bara drullu góðir.“ „Við þurftum að vinna og við unnum. Það voru margir sem voru að spila undir sínu besta og þegar maður var aðeins búinn að jafna sig þá var maður sáttari með þetta.“ Fyrirfram var ætlast til þess að íslenska liðið myndi taka sigur, og jafnvel nokkuð auðveldan, en japanska liðið er sterkt og stóð heillengi í Evrópumeisturum Spánverja fyrr í mótinu. „Það þarf að gefa hrós á Dag. Barein lendir fyrir ofan þá í Asíukeppninni, sem gefur sæti á HM, en í dag er Japan orðið miklu betra lið. Hann er að gera frábæra hluti og hann gerði bara næstum því allt sem þurfti.“ „Hann útfærði leikinn mjög vel og náði að stjórna hraðanum. Við bjuggumst kannski við svaka hraða frá Japan en hann ákvað halda tempóinu niðri. Japanir eru bara oðnir góðir í handbolta og þetta var erfiður leikur varnarlega, þeir eru úti um allt en við höldum þeim í 21 marki sem er gott.“ Björgvin og hornamennirnir bestirArnór Þór Gunnarsson var valinn maður leiksins af mótshöldurumvísir/gettyÍslenska liðið átti sem áður segir ekkert sérstakan dag, en hverjir voru bestir að mati sérfræðingsins? „Mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] góður, við komum illa út úr hálfleiknum en hann náði að loka á nokkur hraðaupphlaup og varði alltaf reglulega einn og einn bolta.“ „Stefán Rafn kom frábær inn í þetta, báðir hornamennirnir Arnór og Stefán fannst mér mjög góðir. Útilínan var að ströggla allan leikinn. Varnarleikurinn var fínn þó ég hafi smá áhyggjur af miðjublokkinni, hún leit stundum illa út.“ „Maður var kannski að vonast eftir því að þeir væru komnir lengra. Það er erfitt að spila þessa vörn, maður er út um allt og þarf mikið að tala, það þarf mikið að æfa og þeir þurfa að vera mjög tengdir.“ „Með 21 mark er erfitt að setja út á varnarleikinn en þegar vörnin brást þá brást hún svolítið illa sem er smá áhyggjuefni.“ Úrslitaleikur upp á þriggja ára planiðÍsland á lokaleik í riðlinum við Makedóníu á morgun og er sá leikur algjör úrslitaleikur um sæti í milliriðli. Hver er tilfinningin fyrir þeim leik? „Við erum að fara í mjög skrýtinn leik held ég. Þeir spila nærri allan tímann 7 á 6 sem gerir þetta leiðinlegt á að horfa, spila hægt og eru skynsamir og leita að opnum færum. En gríðarlega mikilvægur leikur upp á þriggja ára planið hjá Gumma.“ „Að komast í milliriðlana, þó að við töpum öllu, þá græðum við miklu meira á að fara í þessar stóru þjóðir og fá leikina þar.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29 Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20 Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21 Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri. 16. janúar 2019 16:22 Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Óli Gúst: Var ekki stressaður Ólafur Gústafsson segir að það hafi verið erfitt að spila gegn liði sem var á fullri keyrslu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 16. janúar 2019 16:29
Stefán Rafn: Sofandi líka í upphitun Stefán Rafn Sigurmannsson átti fína innkomu í íslenska landsliðið í sigri strákanna okkar gegn Japan í dag. 16. janúar 2019 16:20
Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan. 16. janúar 2019 16:21
Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri. 16. janúar 2019 16:22