Hnípin þjóð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:00 Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun