Handbolti

Logi Geirs: Okkur vantar íslensku geðveikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Mynd/Stöð 2 Sport
Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, saknar þess hjá landsliðinu í dag sem oftar en ekki hefur verið talið sem lykilatriði hjá bestu landsliðum þjóðarinnar.

Logi tjáði sig um íslenska landsliðið inn á Twitter eftir sex marka tap á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær.

Logi hefur áhyggjur af því að okkur vanti íslensku „geðveikina“ inn í þetta landslið Guðmundar Guðmundssonar.

Íslensku strákarnir spila sinn fyrsta leik á HM eftir viku en HM í Þýskalandi og Danmörku stefnir í það að verða stærsta heimsmeistarakeppni handboltasögunnar. Áhuginn er mikill í báðum löndum og miðarnir hafa rokið út.

Íslenska liðið er í riðli með Króatíu, Spáni, Barein, Japan og Makedóníu en þrjú efstu liðin komast áfram í millriðli. Fyrsti leikurinn er á móti Króatíu 11. janúar.

Íslenska liðið var að elta allan leikinn í gær og Norðmenn unnu á endanum mjög sannfærandi sigur í leiknum.

Logi er eins og fleiri ánægður með innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í leikinn í gær en hann skoraði fjögur mörk úr fjögur skotum, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði eitt víti.

Hér fyrir neðan má sjá mat Loga á leiknum í gærkvöldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×