Tækni í stað tafa Rósa Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:45 Hlutirnir breytast hratt. Í dag pöntum við pólóbol, pítsu og ferð til Prag á netinu með örfáum smellum í snjalltækinu á fáeinum mínútum. Hið sama á við um tíma hjá lækninum og stefnumót við myndarlega manninn í næsta húsi. Krafan neytenda er skýr og skiljanleg, tæknin er til staðar og við viljum að hlutirnir gerist hratt og vandræðalaust. Þannig hafa fæstir af kynslóð þeirrar sem þetta ritar t.a.m. áhuga á að fara á ferðaskrifstofu til að panta flugfar. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um fjármálaþjónustu. Tíðar ferðir inn í útibú banka, lífeyrissjóða eða ríkisstofnana heilla fæsta. Blessunarlega hefur geirinn líka færst umtalsvert nær nútímanum síðustu misseri, hafandi verið risaeðla að mörgu leyti alltof lengi. Stóru viðskiptabankarnir eru nákvæmlega það, stórir, yfirbyggingin hefur verið mikil og enn í dag gerir hluti slíkra stofnana á Íslandi kröfur um undirritanir „í persónu“ og pappírsflóð við ýmis tilefni þar sem þess ætti tæplega að þurfa.Ekki-bankar taka völdin vestanhafs Margt hefur hins vegar breyst, bæði hér á landi og ytra. Dæmin eru áþreifanlegust á stærri mörkuðum, en kaflaskipti hafa t.a.m. orðið á bandarískum húsnæðislánamarkaði á örfáum árum. Þannig var 2016 fyrsta árið þar sem meirihluti nýrra húsnæðislána þar í landi var ekki á vegum banka heldur svokallaðra „non-banks”, sem í þeirri mynd býður tæplega upp á betri þýðingu en „ekki-bankar”. Í meginatriðum er átt við aðila sem geta ekki tekið við innistæðum, en hafa aftur á móti heimild til að bjóða upp á kreditkortaþjónustu og veita útlán. Þannig hafa undanfarið sex slík fyrirtæki verið á listanum yfir tíu stærstu húsnæðislánaveitendur vestanhafs á móti fjórum „hefðbundnari“ bönkum. Inn í þessa þróun spila tvímælalaust breytingar á bandarísku regluverki í kjölfar fjármálahrunsins 2008 sem leggja í dag auknar kröfur á þarlenda banka þegar kemur að veitingu lána til einstaklinga, kröfur sem fjártæknifyrirtækin falla ekki undir í sama mæli. Engu minni þátt spilar hins vegar eðli fjártæknifyrirtækjanna, þar sem minni yfirbygging og aukin sjálfvirkni gerir þeim kleift að bjóða hagstæð kjör og lipra þjónustu. Fleiri valkostir fyrir neytendur Þrátt fyrir að markaðurinn sé smærri og um margt ólíkur því sem þekkist í Bandaríkjunum og stórum evrópskum nágrönnum okkar hefur fjártæknin hafið innreið sína af fullum krafti hérlendis. Má þar nefna greiðslulausnir á borð við AUR og lánakosti Framtíðarinnar. Árið 2017 hóf Framtíðin að bjóða vörur á borð við viðbótarhúsnæðislán og neytendalán sem byggja á sjálfvirkum ferlum, þar sem stefnt er að því að ferlið gangi eins hratt og þægilega fyrir sig og mögulegt er fyrir lántakann. Með viðbótarhúsnæðislánum myndaðist nýr valkostur á markaði sem brúaði bilið fyrir marga, sem gátu með þeim hætti nýtt sér hagstæð kjör lífeyrissjóðslána. Lífeyrissjóðirnir bjóða lægstu vaxtakjörin á markaðnum í dag en takmarka þó lánveitingar sínar við u.þ.b. 70% af markaðsverði fasteignalána. Margir kaupendur, þá sérstaklega ungt fólk og fyrstu kaupendur, eiga skiljanlega erfitt með að reiða fram 30% útborgun. Aðrir lánveitendur hafa verið tregir til að veita lán á seinni veðréttum fasteigna og því hafa kaupendur verið tilneyddir til að taka lán á verri kjörum. Með tilkomu viðbótarhúsnæðislána geta kaupendur nýtt sér hagstæðustu kjörin á markaðnum og brúað bilið með viðbótarhúsnæðisláni. Kjör viðbótarlánanna eru vissulega hærri en lífeyrissjóðanna enda um áhættusamari lánveitingu að ræða. Aftur á móti geta glöggir aðilar reiknað það út að ef litið er til veginna vaxta getur fyrirkomulagið margborgað sig. Hindrunum rutt úr vegi Það er óhætt að segja að fjármálaþjónusta verði sífellt aðgengilegri og þægilegri, þó enn séu hindranir í veginum og má þar einna helst nefna hið svifaseina þinglýsingaferli hjá sýslumanni. Það horfir þó til betri vegar með tilkomu rafrænna þinglýsinga sem stefnt er á að innleiða á haustmánuðum 2019, en með því mun biðtími eftir þinglýsingu styttast úr allt að tveimur vikum í nokkur sekúndubrot. Sú breyting verður mikil búbót fyrir alla sem að ferlinu koma og til þess fallin að ryðja í vegi hindrunum sem eru fullkomlega óþarfar í nútímasamfélagi. Æskilegt er að framtíðarlagasetning á sviðinu verði í þessum sama takti, til einföldunar og hagræðis á markaði. Að þessu sögðu var áhugavert að heyra fulltrúa stórrar fjármálastofnunar láta þau orð falla á málfundi á dögunum að fjármál væru ekki flókin, en þau væru tímafrek og lántökur ættu að taka tíma. Virtust rökin vera þess eðlis að það fælist einhvers konar aukið öryggi eða vernd fyrir lántaka í því að löng bið væri eftir afgreiðslu lána. Það má sannarlega taka undir það að ákvörðun um lántöku eigi að vera vel ígrunduð. Aftur á móti er það ekki lánveitendanna að hafa ferlana sína sem lengsta og torveldasta til að búa til umhugsunartíma fyrir lántaka. Lánveitendum ber, að mati höfundar, að veita sem besta þjónustu í takt við kröfur og væntingar viðskiptavina. Pítsan geymd lengur í ofninum Áður en næsta dæmi er tekið skal áréttað að undirrituð er meðvituð um að lántaka er langtum stærri ákvörðun en pítsukaup, að öllu leyti. Að því sögðu, þá þykir okkur flestum pítsa góð. Aftur á móti geta ýmsar ástæður á borð við ofnæmi og hjartavandamál valdið því að pítsuát er ekki jafn ákjósanlegt fyrir alla. Því er mikilvægt að mögulegir pítsukaupendur séu upplýstir um vöruna, innihald hennar og eðli áður en hún er pöntuð – hvort sem er með einum smelli í smáforriti, eða eftir langa bið á símalínu. Mögulegum pítsukaupendum, sem heilsu sinnar vegna ættu ekki að fá sér pítsu, er hins vegar enginn greiði gerður með því að láta bökuna sitja tvöfalt lengur í ofninum. Að sama skapi eru mögulegir lántakar misvel í stakk búnir til að taka á sig slíkar skuldbindingar og því mikilvægt að þeir þekki eðli þess, kosti og galla. Þessu verður hins vegar ekki náð með löngum biðtíma eftir afgreiðslu, heldur þarf fræðslan að eiga sér stað áður en ákvörðun um lántöku á sér stað. Þar gera fjármálafyrirtækin sitt og rúmlega það, en meira þarf til. Skólaskyldan varir í tíu ár og framhaldsskólanám tekur önnur þrjú til fjögur. Þrátt fyrir allan þennan tíma hefur verið algengt að fólk gangi út úr fyrrnefndum stofnunum án þess að kunna minnstu skil á atriðum á borð við vexti og verðbólgu. Hér er sannarlega ástæða til að sækja fram, enda ætti fjármálafræðsla að vera almenn og aðgengileg. Með löngum afgreiðslutíma, töfum og skjalastöflum er nefnilega sannarlega engum greiði gerður. Fjártækni er framtíðin og með öflugri fræðslu, skilvirkum ferlum og skýrum kostum á markaði er öllum greiði gerður.Höfundur er verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra lánafyrirtækisins Framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Hlutirnir breytast hratt. Í dag pöntum við pólóbol, pítsu og ferð til Prag á netinu með örfáum smellum í snjalltækinu á fáeinum mínútum. Hið sama á við um tíma hjá lækninum og stefnumót við myndarlega manninn í næsta húsi. Krafan neytenda er skýr og skiljanleg, tæknin er til staðar og við viljum að hlutirnir gerist hratt og vandræðalaust. Þannig hafa fæstir af kynslóð þeirrar sem þetta ritar t.a.m. áhuga á að fara á ferðaskrifstofu til að panta flugfar. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um fjármálaþjónustu. Tíðar ferðir inn í útibú banka, lífeyrissjóða eða ríkisstofnana heilla fæsta. Blessunarlega hefur geirinn líka færst umtalsvert nær nútímanum síðustu misseri, hafandi verið risaeðla að mörgu leyti alltof lengi. Stóru viðskiptabankarnir eru nákvæmlega það, stórir, yfirbyggingin hefur verið mikil og enn í dag gerir hluti slíkra stofnana á Íslandi kröfur um undirritanir „í persónu“ og pappírsflóð við ýmis tilefni þar sem þess ætti tæplega að þurfa.Ekki-bankar taka völdin vestanhafs Margt hefur hins vegar breyst, bæði hér á landi og ytra. Dæmin eru áþreifanlegust á stærri mörkuðum, en kaflaskipti hafa t.a.m. orðið á bandarískum húsnæðislánamarkaði á örfáum árum. Þannig var 2016 fyrsta árið þar sem meirihluti nýrra húsnæðislána þar í landi var ekki á vegum banka heldur svokallaðra „non-banks”, sem í þeirri mynd býður tæplega upp á betri þýðingu en „ekki-bankar”. Í meginatriðum er átt við aðila sem geta ekki tekið við innistæðum, en hafa aftur á móti heimild til að bjóða upp á kreditkortaþjónustu og veita útlán. Þannig hafa undanfarið sex slík fyrirtæki verið á listanum yfir tíu stærstu húsnæðislánaveitendur vestanhafs á móti fjórum „hefðbundnari“ bönkum. Inn í þessa þróun spila tvímælalaust breytingar á bandarísku regluverki í kjölfar fjármálahrunsins 2008 sem leggja í dag auknar kröfur á þarlenda banka þegar kemur að veitingu lána til einstaklinga, kröfur sem fjártæknifyrirtækin falla ekki undir í sama mæli. Engu minni þátt spilar hins vegar eðli fjártæknifyrirtækjanna, þar sem minni yfirbygging og aukin sjálfvirkni gerir þeim kleift að bjóða hagstæð kjör og lipra þjónustu. Fleiri valkostir fyrir neytendur Þrátt fyrir að markaðurinn sé smærri og um margt ólíkur því sem þekkist í Bandaríkjunum og stórum evrópskum nágrönnum okkar hefur fjártæknin hafið innreið sína af fullum krafti hérlendis. Má þar nefna greiðslulausnir á borð við AUR og lánakosti Framtíðarinnar. Árið 2017 hóf Framtíðin að bjóða vörur á borð við viðbótarhúsnæðislán og neytendalán sem byggja á sjálfvirkum ferlum, þar sem stefnt er að því að ferlið gangi eins hratt og þægilega fyrir sig og mögulegt er fyrir lántakann. Með viðbótarhúsnæðislánum myndaðist nýr valkostur á markaði sem brúaði bilið fyrir marga, sem gátu með þeim hætti nýtt sér hagstæð kjör lífeyrissjóðslána. Lífeyrissjóðirnir bjóða lægstu vaxtakjörin á markaðnum í dag en takmarka þó lánveitingar sínar við u.þ.b. 70% af markaðsverði fasteignalána. Margir kaupendur, þá sérstaklega ungt fólk og fyrstu kaupendur, eiga skiljanlega erfitt með að reiða fram 30% útborgun. Aðrir lánveitendur hafa verið tregir til að veita lán á seinni veðréttum fasteigna og því hafa kaupendur verið tilneyddir til að taka lán á verri kjörum. Með tilkomu viðbótarhúsnæðislána geta kaupendur nýtt sér hagstæðustu kjörin á markaðnum og brúað bilið með viðbótarhúsnæðisláni. Kjör viðbótarlánanna eru vissulega hærri en lífeyrissjóðanna enda um áhættusamari lánveitingu að ræða. Aftur á móti geta glöggir aðilar reiknað það út að ef litið er til veginna vaxta getur fyrirkomulagið margborgað sig. Hindrunum rutt úr vegi Það er óhætt að segja að fjármálaþjónusta verði sífellt aðgengilegri og þægilegri, þó enn séu hindranir í veginum og má þar einna helst nefna hið svifaseina þinglýsingaferli hjá sýslumanni. Það horfir þó til betri vegar með tilkomu rafrænna þinglýsinga sem stefnt er á að innleiða á haustmánuðum 2019, en með því mun biðtími eftir þinglýsingu styttast úr allt að tveimur vikum í nokkur sekúndubrot. Sú breyting verður mikil búbót fyrir alla sem að ferlinu koma og til þess fallin að ryðja í vegi hindrunum sem eru fullkomlega óþarfar í nútímasamfélagi. Æskilegt er að framtíðarlagasetning á sviðinu verði í þessum sama takti, til einföldunar og hagræðis á markaði. Að þessu sögðu var áhugavert að heyra fulltrúa stórrar fjármálastofnunar láta þau orð falla á málfundi á dögunum að fjármál væru ekki flókin, en þau væru tímafrek og lántökur ættu að taka tíma. Virtust rökin vera þess eðlis að það fælist einhvers konar aukið öryggi eða vernd fyrir lántaka í því að löng bið væri eftir afgreiðslu lána. Það má sannarlega taka undir það að ákvörðun um lántöku eigi að vera vel ígrunduð. Aftur á móti er það ekki lánveitendanna að hafa ferlana sína sem lengsta og torveldasta til að búa til umhugsunartíma fyrir lántaka. Lánveitendum ber, að mati höfundar, að veita sem besta þjónustu í takt við kröfur og væntingar viðskiptavina. Pítsan geymd lengur í ofninum Áður en næsta dæmi er tekið skal áréttað að undirrituð er meðvituð um að lántaka er langtum stærri ákvörðun en pítsukaup, að öllu leyti. Að því sögðu, þá þykir okkur flestum pítsa góð. Aftur á móti geta ýmsar ástæður á borð við ofnæmi og hjartavandamál valdið því að pítsuát er ekki jafn ákjósanlegt fyrir alla. Því er mikilvægt að mögulegir pítsukaupendur séu upplýstir um vöruna, innihald hennar og eðli áður en hún er pöntuð – hvort sem er með einum smelli í smáforriti, eða eftir langa bið á símalínu. Mögulegum pítsukaupendum, sem heilsu sinnar vegna ættu ekki að fá sér pítsu, er hins vegar enginn greiði gerður með því að láta bökuna sitja tvöfalt lengur í ofninum. Að sama skapi eru mögulegir lántakar misvel í stakk búnir til að taka á sig slíkar skuldbindingar og því mikilvægt að þeir þekki eðli þess, kosti og galla. Þessu verður hins vegar ekki náð með löngum biðtíma eftir afgreiðslu, heldur þarf fræðslan að eiga sér stað áður en ákvörðun um lántöku á sér stað. Þar gera fjármálafyrirtækin sitt og rúmlega það, en meira þarf til. Skólaskyldan varir í tíu ár og framhaldsskólanám tekur önnur þrjú til fjögur. Þrátt fyrir allan þennan tíma hefur verið algengt að fólk gangi út úr fyrrnefndum stofnunum án þess að kunna minnstu skil á atriðum á borð við vexti og verðbólgu. Hér er sannarlega ástæða til að sækja fram, enda ætti fjármálafræðsla að vera almenn og aðgengileg. Með löngum afgreiðslutíma, töfum og skjalastöflum er nefnilega sannarlega engum greiði gerður. Fjártækni er framtíðin og með öflugri fræðslu, skilvirkum ferlum og skýrum kostum á markaði er öllum greiði gerður.Höfundur er verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra lánafyrirtækisins Framtíðarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun