Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 07:00 Borið fram wa-wei, eða svona nokkurn veginn. Nordicphotos/AFP Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun og ákveðið að bjóða fyrirtækinu aftur að vera með. Fyrstu samtökin sjá um staðla fyrir þráðlausa nettengingu (Wi-Fi), önnur samtökin um staðla fyrir SD-minniskort og þau þriðju um Bluetooth-staðla. Eftir að ríkisstjórn Bandaríkjaforseta setti Huawei á svarta listann og bannaði öll viðskipti með bandaríska tækni við Kínverjana skáru samtökin á tengslin, líkt og til dæmis Google, Qualcomm, Intel og ARM. Öfugt við Google, Qualcomm, Intel og ARM, sem Huawei getur ekki lengur skipt við og missir þannig af nauðsynlegri tækni fyrir þær vörur sem fyrirtækið vill framleiða, kom fyrri ákvörðun samtakanna tveggja ekki í veg fyrir að Huawei byði upp á þráðlausa internettengingu eða SD-kort. Huawei er hins vegar enn í afar erfiðri stöðu enda erfitt að framleiða snjalltæki án vinsæls stýrikerfis og nauðsynlegra íhluta. Fyrirtækið er að leita að leiðum til að fá banninu hnekkt. Samkvæmt Song Liuping, lögmanni Huawei, hefur bannið áhrif á meira en 1.200 birgja og gæti haft áhrif á um þrjá milljarða viðskiptavina. „Í dag erum við að tala um fjarskiptafyrirtæki og Huawei en á morgun gæti það verið þitt fyrirtæki, þinn iðnaður, þínir viðskiptavinir,“ sagði Song við blaðamenn í Shenzen á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Huawei Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46 Snjallsímar í frjálsu falli Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun og ákveðið að bjóða fyrirtækinu aftur að vera með. Fyrstu samtökin sjá um staðla fyrir þráðlausa nettengingu (Wi-Fi), önnur samtökin um staðla fyrir SD-minniskort og þau þriðju um Bluetooth-staðla. Eftir að ríkisstjórn Bandaríkjaforseta setti Huawei á svarta listann og bannaði öll viðskipti með bandaríska tækni við Kínverjana skáru samtökin á tengslin, líkt og til dæmis Google, Qualcomm, Intel og ARM. Öfugt við Google, Qualcomm, Intel og ARM, sem Huawei getur ekki lengur skipt við og missir þannig af nauðsynlegri tækni fyrir þær vörur sem fyrirtækið vill framleiða, kom fyrri ákvörðun samtakanna tveggja ekki í veg fyrir að Huawei byði upp á þráðlausa internettengingu eða SD-kort. Huawei er hins vegar enn í afar erfiðri stöðu enda erfitt að framleiða snjalltæki án vinsæls stýrikerfis og nauðsynlegra íhluta. Fyrirtækið er að leita að leiðum til að fá banninu hnekkt. Samkvæmt Song Liuping, lögmanni Huawei, hefur bannið áhrif á meira en 1.200 birgja og gæti haft áhrif á um þrjá milljarða viðskiptavina. „Í dag erum við að tala um fjarskiptafyrirtæki og Huawei en á morgun gæti það verið þitt fyrirtæki, þinn iðnaður, þínir viðskiptavinir,“ sagði Song við blaðamenn í Shenzen á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Huawei Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46 Snjallsímar í frjálsu falli Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45
Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46
Snjallsímar í frjálsu falli Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. 18. maí 2019 07:15