Erlent

Hefja stysta áætlunarflug stærstu farþegaflugvélar heims

Andri Eysteinsson skrifar
Um er að ræða stærstu farþegaflugvélar heims. Airbus A380.
Um er að ræða stærstu farþegaflugvélar heims. Airbus A380. Getty/NurPhoto
Flugfélagið Emirates hefur í byrjun júlí áætlunarflug milli Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku Ffurstadæmanna, til Múskat, höfuðborgar Óman. CNN greinir frá.

Til þess mun flugfélagið nota stærstu farþegaflugvélar heims, tveggja hæða Airbus A380 flugvélar. Slíkt er ekki í frásögur færandi nema að á milli Dubaí og Múskat eru ekki nema 340 kílómetrar.

Um 330 kílómetrar eru í beinni loftlínu milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði. Flugið milli Dúbaí og Múskat verður því stysta áætlunarflug A380 flugvélar í heimi.

Áætlaður flugtími er einn klukkutími og fimmtán mínútur. Vilji farþegar Emirates hins vegar njóta A380 flugvélarinnar í lengri tíma bíður félagið einnig upp á lengsta áætlunarflug slíkrar vélar, sextán tíma flug frá Dubaí til Auckland á Nýja Sjálandi.

Hér má sjá á korti staðsetningu borganna við Ómanflóa annarsvegar og Persaflóa hins vegar.Skjáskot/Google Maps



Fleiri fréttir

Sjá meira


×