Einkafjárfestar gera sig gildandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skoðun Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun