Matur

Piparkökuhús og snið frá Sylvíu Haukdal

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þættirnir Bakað með Sylvíu Haukdal eru á Stöð 2 Maraþon í desember.
Þættirnir Bakað með Sylvíu Haukdal eru á Stöð 2 Maraþon í desember. Vísir/Sylvía Haukdal

Bakað með Sylvíu Haukdal eru þættir sem sýndir eru á Stöð 2 Maraþon. Í þessum þætti sýnir hún hvernig hægt er að gera piparkökuhús frá grunni. Neðst í fréttinni má nálgast snið sem hún notar til þess að gera húsið. 

Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi ásamt því að starfa hjá Sætum syndum. Þættirnir hennar eru sýndir á Stöð 2 maraþon í desember.  Í spilaranum hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en uppskrift og aðferð er neðar í fréttinni. Við gefum Sylvíu Haukdal orðið. 

Klippa: Piparkökuhús - Bakað með Sylvíu Haukdal

Piparkökuhús

300 g púðusykur

375 g smjör

150 g sýróp

800 g hveiti

1 msk matarsódi

2 msk engifer

1 msk kanill

1 msk negull

Aðferð:

  1. Við byrjum á því að hita ofninn í 180°(viftu)
  2. Næst bræðum við saman smjör, sykur og sýróp. 
  3. Í stóra hrærivélaskál hrærum við saman Kornax hveiti, matarsóda, negul, kanil og engifer. 
  4. Þegar þurrefnin eru komin saman hellum við sykur/smjör blöndunni saman við og hnoðum saman.
  5. Næst skerum við út piparkökuhúsið 2x þak, 2x hliðar, 1x framhlið og 1x bakhlið. 
  6. Þá fer piparkökuhúsið inn í ofn í um það bil 12 mínútur eða þar til endarnir byrja að dekkjast. 

Samsetning:

  • 200 g sykur
  • Kökuskraut
  • Smjörkrem
  • Súkkulaðihjúpur

Hér fyrir neðan má síðan nálgast sniðin af piparkökuhúsinu í raunstærð en gott er að prenta skjalið út.

Tengd skjöl:

Piparkökuhús


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×