Matur

Blúndur að hætti Sylvíu Haukdal

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í öðrum þætti af Bakað með Sylvíu Haukdal sýndi hún Blúndur.
Í öðrum þætti af Bakað með Sylvíu Haukdal sýndi hún Blúndur. Mynd/Stöð 2

Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í öðrum þætti deilir hún dásamlegri uppskrift að blúndum fyrir jólin. 

Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi ásamt því að starfa hjá Sætum syndum. Þættirnir hennar verða sýndir á Stöð 2 maraþon í desember.  Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn í heild sinni en uppskrift og aðferð er neðar í fréttinni. Við gefum Sylvíu Haukdal orðið. 

Blúndur: 

 • 2 stk egg 300 g sykur
 • 200 gr haframjöl
 • 2 msk hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 200 gr smjör

 

 • 150 ml rjómi
 • 150 ml. Millac jurtarjómi

 

 • 200 gr súkkulaðihjúpur

Aðferð

 • Við byrjum að bræða smjörið. 
 • Næst þeytum við saman egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. 
 • Svo hrærum við saman, lyftidufti, hveiti og haframjöli. 
 • Að lokum hrærum við brædda smjörinu saman við. 
 • Næst setjum við deigið í sprautupoka og sprautum litlar doppur ( ca. tsk.) á sílíkonmottu eða bökunarpappír. 
 • Blúndurnar eru bakaðar við 200° í 5-7 mínútur.
 • Passa þarf að leyfa þeim að kólna á plötunni áður en þær eru teknar af. 
 • Meðan blúndurnar kólna þeytum við saman rjóma og jurtarjóma. 
Mynd/Stöð2

Samsetning: 

 • Við pörum saman tvær og tvær blúndur.
 • Sprautum rjóma á milli og setjum í frysti. 
 • Næst bræðum við súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði og setjum síðan yfir blúndurnar. 

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.