Knattspyrnudómararnir ætla í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 14:00 Knattspyrnudómari með rautt spjald á lofti en myndin tengist fréttinni þó ekki. Getty/Tony Feder Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira