Knattspyrnudómararnir ætla í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 14:00 Knattspyrnudómari með rautt spjald á lofti en myndin tengist fréttinni þó ekki. Getty/Tony Feder Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira