Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 15:18 Áhrifin af falli WOW höfðu fyrirsjáanleg áhrif á markaði í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar. Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Seðlabankinn greip inn í gengisveikingu krónunnar sem átti sér stað í morgun eftir að fregnir bárust af falli WOW air. Greinendur innan bankakerfisins segja fjárfesta hafa leitað í skjól og að miðað við hreyfingar á markaði sé búist við veikingu krónunnar, aukinni verðbólgu og jafnvel lækkun fasteignaverðs. Útflutningsfyrirtæki hafi haldið velli á meðan fyrirtæki sem hafi reitt sig á ferðaþjónustu lækki. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir greinilegt af viðskiptum dagsins að fjármunir hafi leitað inn í verðtryggð skuldabréf. Það hafi þó ekki gerst á kostnað óverðtryggðra skuldabréfa því þau hafi haldið sér líka.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir„Áhugi á verðtryggðum skuldabréfum eykst þegar menn hafa áhyggjur af yfirvofandi verðbólgu. Þá er það algengt að maður sjái flótta úr óverðtryggðu skuldabréfunum. Að það skuli ekki gerast bendir til að menn telji meiri verðbólgu á leiðinni en að sama skapi sé Seðlabankinn ekki að fara að hækka stýrivexti og jafnvel lækka þá í samræmi við versnandi efnahagshorfur,“ segir Jón Bjarki.HB Grandi og Marel halda velli Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir fjárfesta hafa slegið fasteignafélög niður á mörkuðum í dag en úr því megi lesa að búist sé við að ferðamönnum fækki, fasteignaverð lækki jafnvel og að nýting gistirýma muni versna. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi og tæknifyrirtækið Marel hafi hins vegar haldið velli í dag og vel það. „Afkoma þessara félaga er algjörlega óháð rekstri Íslands. Marel er bara erlent félag og ætti að hækka ef menn halda að krónan veikist af því þeir eru með erlent sjóðsstreymi. Áhrifin á Granda eru lítil sem engin. Þetta er bara útflutningsfyrirtæki, þar gildir það sama, ef menn halda að krónan veikist ætti Grandi að hækka.“Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/egillSveinn segir að gengi hlutabréfi hafi farið lækkandi undanfarna mánuði og sama gildi um krónuna. Ein evra hafi kostað 120 krónur í haust en í dag kosti hún 137 krónur. „Og menn vissu að WOW yrði í vandræðum og ferðamönnum myndi fækka,“ segir Sveinn.Áhrifin minni en búist var við Hann segir ásókn í verðtryggð skuldabréfa vera flótta í öryggi og menn vilji þannig tryggja sig gegn aukinni verðbólgu vegna veikari krónu. Sveinn segir að hreyfingar á markaði í dag hafi verið eftir bókinni. Hlutabréfamarkaðurinn hafi lækkað og bitnaði mest á félögum sem séu háð ferðaþjónustu. Áhrifin hafi þó verið minni en hann átti von á og þar gæti hafa spilað inn í að fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum var afstýrt. Króna veiktist nokkuð mikið í morgun þegar fregnir bárust af falli WOW air. Ein evra kostaði 136 krónur klukkan níu í morgun en var komin upp í 139 krónur um klukkan tíu. Veikingin gekk nokkuð hratt til baka og var komin niður í 137 krónur um klukkan ellefu og hefur haldið sér þar í dag. Sveinn segir nokkuð augljóst að Seðlabankinn hafi stigið inn á markað til að vinna gegn veikingu krónunnar.
Húsnæðismál Íslenska krónan Seðlabankinn WOW Air Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira