Eru öll dýrin í skóginum jöfn? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ómar Torfason skrifar 14. október 2019 10:00 Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ómar Torfason Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar