Luka Doncic hreinskilinn eftir leik: Þeir björguðu mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 07:30 Luka Doncic hefur byrjað tímabilið vel en var næstum því búinn að kasta frá sér sigrinum í nótt. Getty/Tom Pennington Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019 NBA Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019
NBA Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira