Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir og skrifa 14. nóvember 2019 10:01 Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti. Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar. Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa. Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti. Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar. Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa. Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun