Stefnum á annað sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. apríl 2019 14:00 Axel var nokkuð sáttur með riðil íslenska liðsins. Fréttablaðið/anton Brink Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira