Guðmundur segir ástandið ekki gott: „Þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 07:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita