Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 24. október 2019 07:00 Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar