Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 24. október 2019 07:00 Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar